Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 150
166
Ú R V A L
hunda, fyrr en Dayuma kom með
þrjá hvolpa með sér, þegar hún
sneri aftur heim. Hundarnir voru
Aucunum því ný dægradvöl. Þeir
toguðu í rófuna á þeim, gældu
við þá og ólu þá, þarigað til þeir
reru í spikinu. Einnig gældu þeir
við apa og ólu þá vel. Þaö var
jafnvel ekki óalgeng sjón, að sjá
barn á öðru brjósti móðurinn-
ar og uppáhaldsapaunga á hinu.
Einu leikirnir, sem Aucadreng-
irnir þekkja, eru spjótakastæfing-
ar. Fullorðnu mennirnir kenna
þeim að nota spjót af ýmsum
stærðum, allt frá örlitlum spjót-
um, sem köngulær eru drepnar
með, til níu feta langra spjóta úr
pálmaviði, sem notuð eru til þess
að drepa villisvín, anaconda-
slöngur, krókódila . . . og fólk.
Drengirnir kunna líka að veiða
geysistórar hunangsflugur með
örmjóum pálmatrefjum og láta
þær siðan „fljúga“, líkt og dreng-
irnir heima leika sér að litlum
flugvélum. Og ekki vantar suð-
andi vélahljóðið í „flugvélar11
Indíánadrengjanna.
Og áin er alltaf uppspretta
alls kyns dægradvala. Allir baða
sig i ánni og leika sér þar. Dreng-
irnir æpa og stinga sér, kafa,
kaffæra Mern annan og leika
sér að þvi að æpa ofsalega: „Ana-
conda!“ eða „Rafmagnsáll!11
Þetta gæti svo sem verið sann-
leikur.
En um heimkynni Aucanna
má segja hið sama og stendur i
sálmunum, að „hinir dimmu
staðir jarðarinnar eru dvalar-
staðir grimmdarinnar." Stundum
var börnunum stillt upp í röð,
og síðan voru þau lamin með
svipum og brenninetlum frá
hvirfli til ilja til þess „að gera
þau að duglegum veiðimönnum
og iðnum verkmönnum." Það var
hlegið að börnum sem fullorðn-
um, ef það kom fyrir einhvern
að detta og meiða sig. Ég sá eina
móður slcellihlæja, þegar litli son-
ur hennar huldist eldregni, þeg-
ar hún skaraði i eldinn. Hann
æpti af lcvölum, en það hafði það
aðeins í för með sér, að eldri
bróðir hans sá svo um, að hann
fengi enn meira eldregn yfir sig,
og það fannst móðurinni alveg
óborganlegt.
Mjög fjörlega er sagt frá þeim
óaflátanlegu drápum, sem eiga
sér stað. Sögumaðurinn man,
hver stakk hvern með spjóti,
einnig hvar fórnarlambið var
stungið. Hefndin er oft hliðstæð,
og sá, sem hefnir, hann hrópar
hástöfum ástæðuna fyrir hverri
stungu, þegar hann stingur spjót-
inu í fórnarlambið: „Baah! Þú
stakkst spjótinu i gegnum hendur
föður míns. Þú skalt því fá þessa
stungu og þessa og þessa!“
Eitt sinn spurði ég Ipu, ekkju
Naenkiwi, hvort hún hugsaði oft