Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 82
98
Hún var altekin örvæntingu, sem
stjörfuð, þegar hún hiustaði á
daufSadóminn. Siðustu nóttina
fékk hún tvö kerti, pappírsörk,
penna og blek. Hún skrifaði bréf
með styrkri hendi, bréf, sem lýsir
hugrekki og trausti, og fól syst-
ur hins látna konungs umönnun
barnanna, sem reyndist fánýt
von.
Um morguninn var hún svo
sótt. Hár hennar var skorið af
henni og hendur hennar bundn-
ar á bak aftur. Hún var sett á
fjöl ofan á hestvagn, og siðan
var hún flutt í vagninum um
stræti Parisar, fram hjá hafi
starandi andlita, allt til stóra
ÚR VAL
torgsins, þar sem fallöxin stóð.
Hún bar höfuðið hátt, þegar hún
gekk upp á höggpailinn. Hún var
bundin við höggstokkinn og axar-
blaðið féll niður.
Öskur múgsins, er það sá hið
afhöggna höfuð, bergmála á sið-
um mannkynssögunnar. Við skul-
um hafa það i huga, að hún var
einu sinni ung og fögur, — að
hún féll fyrir freistingum og
varð ginningarfífl heimskulegra
lífshátta, sem hún ein átti ekki
sök á, — og að hún dó sem fórn-
ardýr ofsafenginna afla, sem áttu
eftir að færa frönsku þjóðinni
frelsi.
Ágirndin gerir stundum hugleysingjann að hetju.
„Frostþurrkun" matvæla fer ört vaxandi.
Það færist nú mjög í vöxt, að matvæli séu „frostþurrkuð" í
Bandarikjunum, og virðist þessi nýja aðferð koma að nokkru
í stað hraðfrystingar.
Þegar matvörur éru frostþurrkaðar, er rakinn tekinn úr þeim
frosnum, án þess þó að slíkt breyti nokkuð lögun, lit eða bragði
vörunnar. Þegar varan kemur á markaðinn, er hún rakalaus,
en ekki frosin, og má geyma hana að skaðlausu við stofuhita
allt upp í tvö ár. Þegar er farið að framleiða súpur með þessum
hætti í stórum stil, en auk þess kemur framleiðsluaðferðin að
góðu gagni við framleiðslu á bökunarvörum allskonar, hlaupi,
búðingum og rjóma- og mjólkurís.