Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 105
ÓGLEYMANLEGTJR MAÐUR
121
„Litlu mundi þar muna,“
mælti Sigfús af mikilli alvöru,
en sagði síðan glaður í máli og
allhávær: „Já, við getum vel
sagt það, einmitt ámóta menn
og' við, frekar lágir, en þéttir
og gæddir fjöri og seiglu í
senn.“ Hann þagnaði andartak,
og brúnirnar sigu. Því næst
mælti hann ihugunarlega og þó
svo sem hálf argur: „Það er
merkilegt, hvað fólki þykir
mikið varið í lengdina.. Og ein
fyrirtektin hefur verið sú, að
rautt hár væri ljótara en annað
og að líkindum ógæfusamlegra.
Sagan segir, að Grettir Ásmunds-
son hafi verið rauðhærður, og
fólk hefur sagt mig rauðan á hár,
sem þó er hrein hótfyndni. Mitt
hár var rauöbleikt, en sá hára-
litur mun hafa verið talinn til
þess Ijósa.“
„O, það finnur sér allt til,“
sagði ég. „Ég var ullhvitur fram
vfir fermingu, og ég hef af
sumum verið talinn áberandi
höfuðstór. Svo spurði þá frænku
mína ein fína frúin í Reykja-
vík, þegar hún liafði mætt mér
berhöfðuðum á götu, liver hann
væri þessi hviti lambhrútur."
Enn einu sinni leit Sigfús ærið
snöggt við mér og sagði um
leið af allt af því heitri gremju:
„Þarna eru þær lifandi komn-
ar, þessar sí-ærusoltnu kjafta-
tifrur og slúðurausur. Ef ein-
hver sker sig úr, þá er að grípa
hann og það, sem hans er, milli
tannanna og hlaupa siðan hús
úr húsi eða bæ frá bæ.“ Hann
þagnaði skyndilega, nam staðar
og benti á lítið og fornfálegt hús,
mælti því næst: „Nú erum við
komnir að slotinu.‘‘
Við gengum á bak við húsið,
þar inn og upp brattan, bak-
lausan, en þó allhaftabreiðan
stiga, komum svo í rúmlítinn
gang, sem þakgluggi lýsti. Þar
voru dyr til beggja enda. Sig-
fús vatt sér að þeim, sem voru
á vinstri hönd, og síðan bauð
hann mér inn í lítið, ómálað
herbergi með illa felldri súð.
Beint á móti dyrum var fjögurra-
rúðagluggi, sem fyrir var hengd-
ur blá- og rauðletraður hveiti-
poki. Undir glug'ganum stóð op-
inn sykurkassi upp á endann,
i lionum tvær hillur. Þar lá á-
tekið smjörlíkisstykki, rúg-
brauðshleifur og hluti af soðinni
kindarsiðu. Undir nyrðri hlið
herbergisins stóð blakkur og ó-
hrjálegur beddi, sem yfir var
breidd brún ábreiða. Framan
við höfðalagið var stór kassi
á hvolfi, Þar stóð sótuð olíuvél
og lítil blekbytta, og þar lá löng
og gild pennastöug. Undir súð-
inni hinum megin stóð rauð-
málað, en snjáð koffort. A hlið
þess var skráargat, sem var
kringt allstórri járnþynnu, og