Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 64
80
ÚR VAL
AS endingu verða þær svo ólík-
ar, að erfitt er að gera sér í
hugarlund, að bein-, heila-, húð-
og hjartafrumur hafi upphaflega
verið nákvæmlega eins og séu
allar runnar frá einu og sömu
frumunni.
Líf frumfrumunnar streymir
ólgandi áfram til siaukinnar
vaxtarfyllingar, unz hun hefur
svo aukið og margfaldað kyn
sitt að hún hefur uppfyllt hinn
jarðneska líkama fullþroska
manns, og frá einni frumu eru
runnar þær 100 trilljónir
fruma, sem líkaminn er saman-
settur úr í heild sinni.
Þessar stórkostlegu raforku-
efnisbreytingar hafa valdið þeim
umbreytingum, að enn torskild-
ara verður, að hinn dásamlegi
mannlíkami skuli allur eiga
upphaf sitt að rekja til aðeins
einnar frjóvgaðrar eggfrumu,
ekki síður en allar hinar ger-
óliku frumur mismunandi lif-
færa hans.
Menn hefðu ekki undan að
trúa þessu kraftaverki, ef þeir
væru ekki nú orðið neyddir til
þess, vegna óvefengjanlegra
sannana, sem fengizt hafa með
rafeindasjám og öðrum visinda-
legum rannsóknaraðferðum, sem
gert hafa mönnum kleift að fylgj-
ast með ferli frumunnar stig af
stigi upp á hástig hins stór-
fenglegasta starftækis manns-
andans, sem er mannslíkaminn.
Þegar því stigi er náð, hefst
ný framvinda andlegs þroska-
skeiðs mannsins til ennþá meiri
lifsfyllingar og lífsþróttar, á
þeim lifsbrautum sem hverjum
og einum er visað á, en þær geta
svo aftur orðið eins gerólíkar
og frumurnar eru orðnar hver
annarri. Á því tímabili er lik-
amsheildin ávallt í meira eða
minna orkuþrungnu jafnvægi,
þó að þar sé stöðugt nokkur
mismunur flóðs og fjöru að
jafnaði frá morgni til kvölds, og
hleðsla lífsorkunnar sé einnig
breytileg frá degi til dags, mið-
að við árstíðir, hreysti og sjúk-
dóma, og önnur öfl sem verka
á mannlifið.
Líkaminn er bústaður bæði
lífs og dauða. í líkamanum er
ekkert líf án dauða og engin
dauði án lifs í lifanda lífi, að
einu líffæri þó að mestu leyti
undanskildu. Allar líffærafrum-
ur eru sífellt að deyja og fæð-
ast. Meðalaldur rauðrar blóð-
frumu er 120 dagar, en þær eru
þó svo margar að hverja mín-
útu deyja að jafnaði 150 milljón-
ir en aðrar fæðast i mergnum
jafnóðum í þeirra stað. Löngu
áður en fruma deyr þverrar
lifskraftur hennar, hún eldist
og þolir minna hnjask og álag
það, sem er starfsemi hennar
samfara, en þeirri starfsemi má