Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 84
Hið
dularfulla
fljót
Afríku
lhmr kemur það upp? Hvar
endar það? Öldum saman
vissi enginn hin réttu svör
við spurningum þessnm ■—
og jafnvel enn þann dag i dag
er næstum ómögulegt að
[glgjast með rennsli Niger-
fljótsins frú upptökum til ósa.
Eílir David Reed.
HÁTT uppi í af-
skekktum fjallgarði
ækTMl'ÍNfl í Vestur-Afríku á
hið mikla fljót upp-
tök sín. ÞaS steyp-
ist niður úr fjöllunum á landa-
mærum ríkjanna Sierra Leone
og Guineu, síðan streymir það
yfir skrælþurrar auðnir Sahara-
eyðimerkurinnar til Timbuktu,
borgar ótal leyndardómsfullra
munnmælasagna. Nokkur hundr-
uð milum neðar steypist það
niður í óhugnalega frumskóga,
þar sem hitasóttin ræður ríkj-
um. Að lokum endar það, líkt og
í felum, í óendalegri flækju af
mangrovefjum á strönd Nigeríu,
rétt hjá miðbaug. Á ferð sinni
hefur fljótið myndað risavaxinn
2250 míina langan boga yfir
Vcstur-Afríku.
Þetta er óhamið, tryllingslegt
fljót, furðulegt fljót. Það gengur
undir mörgum nöfnum, en uin-
heimurinn jjekkir það sem Nig-
erfljótið. Tíu önnur fljót hnatt-
arins eru lengri en það, en ekk-
ert er þó meira töfrandi, því að
Nigerfljótið er spegill sjálfrar
Afriku, hinnar dularfullu álfu.
Um 20 milljónir manna búa á
vatnasvæði þess. Það er aðeins
örstutt siðan að franskir og
brezkir embættismenn nýlendu-
velda þessara ríktu með óskor-
uðu valdi frá upptökum fljóts-
ins til ósa þess. Nú eru níu riki
á vatnasvæði Nigerfljótsins, sem
nýlega liafa fengið fullt frelsi.
Yfir höfúðborgir ríkja þessara
hcfur verið brugðið l)læju ný-
tízku menningar, en meðfram
ánni, i hinu seiðandi umhverfi
álfu þessarar, má enn lieyra
bumburnar barðar að nætur-
lagi, líkt og gert hefur verið allt
frá grárri forneskju.
í meira en 2000 ár var Niger-
fljótið ein af ráðgátum heims-
ins. Margir menn í fornöld, þar
á meðal Herodotus og Ptolemy,
100
— Reader's Digest —