Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 91
107
HIÐ DULARFULLA FLJÓT AFRÍKU
biðjum við Guð um ýmislegt
og stundum Satan,“ sagði maður
einn til skýringar. Síðan bætti
hann við: „Sko, Satan hefur
sem sé líka vald.“
Ferðamaðurinn stígur af
skipsfjöl i Gaya og hristist í
vörubíl eftir vegartroðningi,
sem liggur til Nigeríu, hinnar
fyrrverandi brezku nýlendu.
íbúatala rikis þess er áætluð
40 milljónir, og er það stærsta
og þróttmesta ríki Afríku. Á
þessum slóðum hefur Nigerfljót-
ið verið skirt Quorra, og þarna
streymir það suður á bóginn,
og brátt kemur ferðamaðurinn
að fljótsbæ, sem Yehva heitir.
Það dimmir í lofti, og vind-
urinn eykst. Brátt tekur ofsa-
regn að streyma til hinnar
skrælnuðu jarðar. Þetta er fyrsta
regn ársins, að þvi er heitið
getur. Afríkumennirnir eru ofsa-
glaðir.
Næsta morgun er liinn hræði-
legi hiti á bak og burt. Vegir,
sem áður voru eitt reykský, eru
nú leðjupollar. Um alla Vestur-
Afríku vex nú í hverjum læk
og hverri ársprænu, og æðandi
flóð leðjubrúns vatns streymir
niður í móti í áttina til hins
sárþyrsta Nigerfljóts. Fræ, sem
legið hafa í dvala mánuðum
saman, vakna nú úr dáinu, og
brátt verður allt landið þakið
gróðri og nýju grasi, blómlegum
ökrum og ræktuðum flákum.
Og að nokkrum vikum liðnum
mun Nigerfljótið líka fá sitt ár-
lega æðiskast. Vatnsyfirborð
fljótsins mun hækka um allt að
35 fetuin, fljótið mun flæða yfir
bakka sína, brjóta niður flóð-
garða og þekja allt landið um-
hverfis á margra mílna svæði.
Við Bussa kemur ferðamaður-
inn að flúðum, þar sem álitið er,
að Mungo Park hafi beðið bana
í síðari leiðangri sinum í Afríku.
Nokkru neðar við ána ætla verk-
fræðingar að byggja risavaxinn
stiflugarð, byggðar verða afl-
stöðvar og veitt á stór lands-
svæði. Einnig mun þetta gera
það að verkum, að Nílarfljótið
verður skipgengt allt upp til
Niamey.
Landkönnuðurinn Richard
I.ander lagði einnig af stað frá
Bussa, þegar hann hóf leit sína
að mynni Nigerfljótsins. Arið
LS25 fór hann í fyrstu ferð sina
til Afríku, 21 árs að aldri. Þá
var hann þjónn Hughs Clapper-
tons, hins brezka landkönnuðar.
Þegar Clapperton dó úr hitasótt,
sneri Lander aftur til Englands.
En Afríka hafði veitt hann i
töfranet sitt. Árið 1830 sneri
Lader þangað aftur, og nú var
bróðir hans i fylgd með honum,
John að nafni. Þeir voru styrkt-
ir lil ferðar þessarar af brezku
stjórninni. Tveim mánuðum síð-