Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 92
108
URVAL
ar vissi uinheimurinn allur, að
Nigerfljótið rennvir í Atlants-
haf.
Mikið af miðhluta Nigeríu er
strjálbýlt. Þetta svæði varð einna
verst úti á dögum þrælaverzlun-
arinnar, þegar ágjarnir, grimm-
ir afrískir ættarhöfðingjar réð-
ust á aðra ættflokka eða jafnvel
á þorp, sem byggð voru fólki af
þeirra eigin ættflokki, hnepptu
íölk í fjötra og ráku það síðan
suður til liafnarbæjanna, þar
sem það var selt hvítum mönn-
um, sem þar biðu til þess að
sigla með það til Ameríku —
nýja heimsins. Á 400 árum, þ. e.
frá 1450 1850, er áætlað, að 5
—10 milljónum Afríkumanna
hafi verið rænt í Vestur-Afríku
og þeir verið fluttir þaðan til
evrópskra hafna og Vesturheims.
Við Lokoja rennur stærsta
þveráin i Nigerfljótið. Það er
áin Benue, sem er 810 mílur á
lengd. Hún kemur fossandi ofan
úr Adamaouafjöllunum í Kam-
eroon. Á þessi er svo vatnsmikil,
að hún tvöfaldar vatnsmagn
Nigerfljótsins á þeirri 320 milna
löngu leið, sem nú er eftir til
sjávar.
Brátt streymir Nigerfljótið inn
í hina hættulegu frumskóga
Nigeriustrandarinnar, en svæði
þetta hefur lengi verið þekkt
sem „kirkjugarður hvíta manns-
ins“, vegna þess að alls kyns
hitabeltissóttir geysa þar. Þetta
cr einkennileg, þrúgandi veröld,
þar sem regnmagnið getur farið
fram úr 12 fetum á ári. Gróður-
inn er svo þéttur og flæktur, að
það sést ekki til himins, og loft-
ið niðri i hinum dimma, lieita
frumskógi er mettað þef rotn-
unaf og dauða.
Enugu, höfuðborg austurhér-
aðs Nigeríu, er stór borg, þar
sem allt er á iði. Nýtízkulegar,
loflkældar skrifstofubyggingar
og verzlanir spretta upp sem gor-
kúlur. Strætin eru þakin farar-
tækjum. Vöruflutningalestir
livítna og emja, er þær streyma
stöðugt inn í borgina og út úr
henni aftur í endalausum hala-
rófum. Olía og járn hefur fund-
izl þar i héraðinu, og nú er
ætlunin að reisa oliuhreinsunar-
stöð og stálbræðslu.
í borg' þessari og héraðinu
umhverfis búa Iboarnir, en þeir
eru mjög gáfaðir og iðnir. Svo
mikill er þekkingarþorsti Tbo-
anna, að íbúar heilla þorpa
leggja sinn skerf að mörkum,
svo að einhver efnilegur ungur
rnaður úr þorpinu geti komizt í
háskóla. En ferðamaðurinn, sem
reikað hefur inn á markað
hinna innfæddu, kemur samt
auga á margar mótsetningar;
hrukkóttar, gamlar kerlingar,
sem selja apahanskúpur, tré-
brúður, rauðar og svartar klæð-