Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 158
174
og veru, að kynnast leyndardóm-
unm hjartna þeirra. En svo gerSi
ég mér grein fyrir því, að ég-
þekkti ekki mitt eigiö hjarta. Að
því leyti var eins ástatt um mig
og Aucana.
Aucarnir eru menn, mannlegar
verur, skapaðir í guðsmynd.
Þeir eiga sömu upptök og við,
hafa sömu þarfir — eiga sama
lokamark og við. Skáldið Carl
Sandburg hefur orðað þetta á
þennan hátt: „Við erum öll eins
ÚRVAL
í öllum löndum og öllum kyn-
flokkum, að því leyti, að við er-
um öll að reyna að skilja, hvað
himinninn, landið og særinn
segja við okkur — við erum öll
einsíþörf okkar fyrirást—fæðu
— fatnaði — starfi — tjáningu
— svefni — dægrastyttingum.“
Um leið og ég skynjaði, að Auc-
arnir eru ættingjar mínir, skynj-
aði ég og viðurkenndi Krist á
nýjan hátt — og hina sameigin-
leg'u þörf okkar fyrir hann.
Bíllinn og blaðamaðurinn.
Kunningi minní sem er ritstjóri hérna í Reykjavík, fullyrðir
að einn blaðamanna hans sé bezti bílaviðgerðarmaður í Evrópu.
Ástæðan er sú, að hann (ritstjórinn) var einu sinni staddur
norður á Akureyri á bílnum sínum —• Chervrolet ‘58 — og vél-
in vildi ekki ganga almennilega.
Hann fór auðvitað með bilinn á bílaverkstæði, en viðgerðar-
maðurinn gat ómögulega fundið hvað var að vélinni. Loksins
tók ritstjórinn það ráð, að hann hringdi heim á skrifstofu sína
og fékk að tala við blaðamanninn, því hann vissi að hann var
glöggur á ýmsa hluti.
„Settu kerruna i gang,“ sagði blaðamaðurinn „og leggðu
heyrnartólið við vélina.“
Ritstjórinn gerði eins og fyrir hann var lagt, og eftir skamma
stund hrópaði blaðamaðurinn á hann í símann og bað hann
um að fá að tala við viðgerðarmanninn. Þeir töluðu skamma
stund, en eftir nokkrar mínútur var búið að gera við vélina,
svo að hún hefur skammazt sín síðan.