Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 32
48
ÚR VAL
töflu. SífSar hvislaði rödd því að
séra Long, að Jörðin myndi far-
ast kl. 5,33 e. h. þann 21. sept.
þess árs. Auðvitað dreifði hann
þessum upplýsingum eftir beztu
getu, og að lokum bárust þær til
Nýju Brunswick í Iianada og
höfðu þau áhrif, að kona ein þar
um slóðir harðneitaði að súrsa
meira blómkál, vegna þess að
þessi ósköp væru í aðsigi. Mann-
inum hennar þótti súrsað blóm-
kál óskaplega gott, svo að hann
hringdi í landssímann og átti
samtal við Long spámann í Pasa-
dena i 4000 milna fjarlægð og
reyndi að komast til botns í mál-
inu, ef ske kynni að eitthvað væri
hægt að gera. En hann átti ekki
erindi sem erfiði, og hann fékk
ekkert súrsað blómkál dögunum
saman eftir að Jörðin fórst.
Flestum heimsendisspámönn-
nm hefur aðeins tekizt að eyða
Jörðinni einu sinni. En metið á
Nostradamus, sem var franskur
stjörnuspámaður, er uppi var á
16. öld. Það eru jafnvel margir
enn þann dag i dag, sem trúa
spádómum hans. Honum tókst að
leysa þetta afreksverk af hendi
fjórum sinnum. Nostradamus
spáði þvi, að dómsdagur yrði á
því ári, þegar páskadaginn bæri
upp á 25. apríl, en það var á
árunum 1666, 1734, 1886 og 1943.
Hann mun aftur bera upp á
þennan mánaðardag árið 2038,
svo að við höfum til einhvers að
hlakka. En vegna þeirra, sem
ekki vilja eyða árunum þangað
til í einhvern hégóma, heldur
taka sér eitthvað uppbyggilegt
fyrir hendur, fylgir hér á eftir
uppskrift að súrsuðu blómkáli:
„Setjið i leirskál eða leir-
krukku: 2 bolla af ediki, 1 bolla
af vatni, 1 matskeið af salti, %
teskeiðar af calcium chloride.
Bætið síðan einu litlu blómkáls-
höfuði við, sem búið er að búta
í sundur, einnig einum sundur-
bútuðum legg. Látið þetta liggja
í bleyti yfir nóttina. Síið svo
vökvann i pott. Bætið siðan í:
2 matskeiðum af sinnepsfræjum
og 1 teskeið af möluðum turmeric
(engiferstegund). Látið sjóða og
bætið blómkálinu í. Látið krauma
í 10 minútur, án þess að sjóði.
Setjið á hreinar krukkur og inn-
siglið þær.“
Spakmæli og málshættir.
Sá, sem er í eltingaleik við æsku sína, veit ekki, fyrr en hann
hefur hlaupið í ellina.