Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 118
134
Þó voru einstök þurrkasvœði
undantekning í þessu efni, t.
d. bærinn Coaiinga í Kaliforn-
íu. Þar var ekkert nýtanlegt
vatn ofanjarðar, heldur varS aS
dæla vatni úr brunnum. Og
brunvatniS þar var dálitiS salt,
þó ekki eins og sjávarvatn.
Þannig er ástatt á stórum svæS-
um i MiSvestur- og Vesturfylkj-
unum. ÞaS var ekki hæft til
drykkjar. Því voru þrenns konar
vatnshanar í hverju húsi: fyrir
heitt vatn, kalt vatn og drykkj-
arvatn (gott vatn). Drykkjar-
vatniS var selt úr geymum
vatnsbíla og kostaSi 9 dollara
og 35 cent hverjir 4000 lítrar.
Þvi höfSu íbúarnir áhuga fyr-
ir eimdu sjávarvatni á 5 dollara
hverja 4000 lítra. Einnig sýndu
ýmisir afskekktir bæir, sem
svipaS var ástatt um, nokkurn
áhuga. T. d. sýndu stóriSnaS-
arfyrirtæki ekki hinn minnsta
anuga, fyrr en kostnaSurinn viS
framleiðsluna minnkaSi, og
kostnaðurinn gat ekki minnkað,
fyrr en einhverjir sýndu á-
huga á þessu máli og lögðu fé
af mörkum. Þetta var vítahring-
ur. Skrifstofan hafSi ekkert fé
til þess aS stofnsetja meiri hátt-
ar rannsóknarstofu. Starfsmenn
hennar reyndu öll brögS til þess
að vekja áhuga á máli þessu,
skrifuðu greinar, héldu ræSur,
fóru á þing og töluðu viS menn.
ÚRVAL
En allt kom fyrir ekki. Vísinda-
menn virtust ekkert hafa fjall-
aS um mál þetta. Starfsmenn
skrifstofunnar gátu jafnvel
hvergi fundið upplýsingar um
tærandi áhrif heits sjávarvatns.
Þeir urðu þvi að byrja á byrjun-
inni.
Starfsmennirnir tóku aS fyll-
ast örvæntingu, er vatnsnotkun
þjóðarinnar óx jafnt og þétt og
hugsuðu til þess, að aukningin á
árunum 1950—80 myndi nema
sem svaraSi tvítugföldu vatns-
magni Coloradoárinnar. Hvar
var hægt að fá allt þetta gífur-
lega vatnsmagn nema þá í hin-
um salta sæ?
En dag nokkurn kom efna-
fræðingur, W. L. Badger að
nafni, inn á skrifstofuna og
sagðist hafa heyrt, aS óskað
væri eftir aSstoð vegna eim-
tngarvandamálsins:
„Sko,“ sagði hann, „þegar
salt vatn er hitað, byrja salt-
efnin að greinast frá upplausn-
inni. Þau leita sér aS stað til
þess að festa sig við og byrja
þvi að mynda húð á pípum og
geymum. Síðan heldur þetta
áfram, og efnin, sem á eftir
koma, verSa síðan að festa sig
utan é húðina, sem þegar er
tekin að myndazt. Og brátt er
allt síflaS. Rétt?“
„Rétt,“ sögðu starfsmennirn-
ir vonlausir.