Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 108
124
Ú R VAL
fólk. En ég held — ég veit, aS
rýr kynni að vera orðinn i mér
bakfiskurinn, eftir nag allra
Marðartannanna, og ég litlu
frekar sólina séS en Axlar-
Björn, ef þessi vökvi hefði ekki
æ ofan í æ veitt mér stórar
stundir styrks og birtu . . . En
hvað er ég að hugsa? Eitthvað
var það, sem ég ætlaði að sýna
þér.“
Hann vék sér á ný að koffort-
inu og kraiip þar á kné, og mér
til mikillar undrunar tók hann
upp úr þvi tvo stóra og ærið
þunga steina og því næst þunnan
hlera. Svo tók hann upp með
gætni, jafnvel varygð — eina
bókina af annari, strauk þær
ailar tvisvar, áður ten hann
lagði þær í tvo nokkurn veginn
jafn þykka hlaða á hlerann,
sem lá við hlið honum á gólfinu.
Þær voru allar i stóru broti, en
mjög misþykkar, og mér töld-
ust þær hvorki fleiri né færri
en tuttugu og sjö. Hann leit á
mig út undan gieraugunum, en
siðan stóð hann upp, beygði
sig, greip annan hlaðann og bar
hann yfir á beddann, fór því
næst og sótti hinn, lét hann
hjá þeim fyrri. Svo sagði hann
hárri og djúpri röddu:
„Hér er það þá cillt, — gerðu
nú svo vel að líta á þetta!‘‘
Ég greip efstu bókina í þeim
hlaðanum, sem nær mér var.
Hún var þunn, en eins og hinar
í stóru broti. Á titilsiðuna var
skrifað skýru, settlegu, en dá-
lítið luralegu letri, annar staf-
urinn rauður, hinn blár: Sögur
um æðstu völdin. Ég fletti, las
hér setningu, hér máls-grein,
ritaðar með stirðlegri, en greini-
legri hendi, las fyrirsagnir, sem
ailar voru með stærra letri en
meginmálið, auðsæilega lög'ð
við þær alúð. Ég tók aðra bók
og þá þriðju og fjórðu, fletti, las
— þannig áfram. í sumum bók-
unum var meira en einn aðal-
flokkur sagna, líka ýmsir af
flokkunum það langir, að þeir
fylltu tvær þykkar bækur. Aug-
ljóst var, að flokkunin var sér-
iega ýtarleg, gerður glöggur
greinarmunur á hinum ýmsu
tegundum jarðbúa, sæbúa og
anda, sögur um sérkennilega
menn einnig flokkaðar eftir því,
hvað það var, sem hafði sér-
kennt þá. Heiti staða og manna,
sem komu við sögu að meira
eða minna leyti, skiptu víst
þúsundum, sumar sögurnar
gerðust við sjó eða á sjó, aðrar
uppi i dölum eða óbyggðum.
En yfirleitt fjallaði þetta mikla
safn um Austurland og Aust-
firðinga, dularverur og menn
oð fornu og nýju, feiknlegar
furður og oft harmræn örlög,
samleik þess flestum dukla og
hins, sem hverjum og einum er