Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 157
HJÁ VINUM MÍNUM VILLIMÖNNUNUM 173
daginn, sem varð til þess að sýna
mér það greinilega, að ég hafði
misskilið aðstöðu mína.
Ég sat í strákofanum minum.
Nálægt mér var pottur. Tvær
gamlar konur sátu í kofa sínum
nokkrum metrum i burtu. „Gik-
ari!“ hrópaði önnur þeirra.
„Komdu með þennan pott hingað
til okkar.“ Ég átti pottinn, en ég
fór þó með hann til hennar.
„Nii, þú ferð þó ekki að koma
með hann tóman,“ sagði hún.
„Farðu og náðu í vatn í hann.“
Ég varð að feta mig niður eftir
trjábol, er lá niður í ána, fylla
pottinn, sem var eyrnalaus og
mjög þungur, og bera hann full-
an til baka. Gamla konan tók:
þegjandi við honum.
Ég fór að velta því fyrir mér,
hvern skilning ég hafði áður
haft á þeirri ósk minni, að mér
yrði „tekið“ sem einum lir Auca-
flokknum. Sú ósk mín hafði að-
eins beinzt að því að mega njóta
alira réttinda sem meðlimur
þjóðfélags þeirra án þess að tak-
ast nokkrar skyldur á herðar.
Þar að auki hafði ég viljað njóta
allra sérréttinda minna sem út-
lendingur án þess að taka á mig
nökkurn hluta þeirrar smánar,
sem því fylgdi að vera útlend-
ingur meðal þeirra. Ég gerði mér
nii grein fyrir því, að það var
aðeins eðlílegt, að Dyiku gamla
skipaði mér að koma með vatn.
Hún var eldri en ég, og hún
hafði þvi rétt til þess að skipa
mér fyrir verkum samkvæmt
siðvenjum Aucanna.
Þetta varð til þess, að ég fékk
betri skilning á aðstöðu trúboð-
ans. Ef við viljum kalla okkur
áhangendur Jesú, þá verðum við
augsýnilega að ganga þá braut,
sem hann gekk. „Mannssonurinn
kom ekki til þess að iáta þjóna
sér, heldur til þess að þjóna öðr-
um.“ Við áttum ekki að koma
sem velgerðarmenn, heldur sem
þjónar.
En hvað um boðskapinn, sem
ég hafði ætlað að flytja þeim?
Hið eina, sem við gerðum í þá
átt, á meðan við dvöldum á með*-
al þeirra, var fólgið f tilraunum
okkar til þess að komast í tján-
ingasamband við þá. Yið höfðum
að mestu leyti borðað sama mat
og þeir, búið í sams konar kofum,
synt og veitt með þeim, kennt
þeim að blása upp blöðrur eða
blistra á milli fingranna, hlustað
á sögur þeirra timunum saman og
reynt að skrifa niður það, sem
þeir sögðu. í allri þessari við-
leitni okkar var fólgið tjáningar-
samband. Það var um að ræða
viðleitni til þess að skilja —
að teygja sig yfir gjá þá, sem á
milli ökkar var. Oft virtist það
vera barnaleg von, að slíkt mætti
takast. Oft örvænti ég um, að
kynnast þeim nokkru sinni í raun