Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 80
90
URVAL
ber var kóngurinn á veiðum í
skóginum, en drottningin leitaði
sér huggunar í fallega drauma-
heiminum sínum í Trianonhöil-
inni litlu. Þar sat hún auðum
höndum i dapurlegri ró hausts-
ins, þegar hún sá sendiboða koma
þjótandi. Hann kom með skila-
boð um, að borgarmúgurinn væri
lagður af stað til Versala.
Þetta var 6000 manna hópur,
aðallega konur, fátækar, tötrum
búnar, gripnar múgæði. Þær voru
vopnaðar hnífum og fleinum og
ruddust áfram í regni og leðju og
æptu óþvegin skammaryrði gegn
hinni hötuðu drottningu sinni. I
haustregni og mistri réðst þessi
rennbiauti hópur að hallarveggj-
unum, hver bylgjan af annarri,
heimtaði brauð og Marie Antoni-
ette framselda. Frétt kom um, að
herdeild undir stjórn Lafayettes
væri lögð af stað til Versala til
þess að fyrirbyggja hermdarverk.
Rætt var um flótta, en það var
um seinan að reyna slíkt. Eftir
jniðnætti kom svo herdeildin og
hin örmagna drottning fór i rúm-
ið, þótt múgurinn æpti enn fyrir
utan hailarveggina.
Snemma næsta morguns tókst
múgnum að drepa nokkra verði
og komast inn í höllina. Drottning
flúði fáklædd til konungsins, en
múgurinn komst inn í svefnher-
bergi hennar á hæla henni. Kon-
ungshjónin hímdu óttaslegin í
svéfnherbergi konungs ásamt
börnum sínum og heyrðu hróp
og hótanir kveða við fyrir utan
dyrnar. Varðmönnunum tókst
loks að koma múgnum út úr
höllinni, en múgurinn beið fyrir
utan og heimtaði, að drottningin
birtist. Hún gekk út á svalir i
gulröndóttum slopp, hið ljósa hár
hennar úfið, með hendur kross-
lagðar á brjósti, og lineigði höf-
uð sitt og beygði kné sín fyrir
hinum nýju stjórnendum Frakk-
lands.
Og þannig var hún flutt burt
þennan milda haustdag ásamt
fjölskyldu sinni, burt frá ævin-
týrahöllinni sinni, sem hún átti
aldrei eftir að iíta augum fram-
ar. Konungshjónunum var komið
fyrir í Tuilerieshöllinni í París,
skuggalegri og gamalli höll. Þar
hófst stofufangelsisvist þeirra.
Þar eyddu þau mörgum mánuðum
í stöðugri óvissu og eilifum ótta.
Byltingin var enn ung, og kon-
ungsveldið var enn viðurkennt i
orði, þótt það riðaði til falls.
En í júní varð það loks augljóst,
að eina öryggi konungsfjölskyld-
unnar var fólgið' i flótta. Axel
Fersen hafði þegar pantað vagn,
sem smiðaður hafði verið sérstak-
lega í þessum tilgangi. Það var
risavaxinn vagn, gulur og' grænn
á lit með hvítu flauelsáklæði.
Þau leyndust burt úr París í
þessum íburðarmikla vagni. Kon-