Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 142
158
Spurning: Sögðu þær Mankamu
og Mintaka ættflokki sínum, aS
útlendingar éta ekki fólk?
Svar: Já. Þær sögðu: „Hvers
vegna í ósköpunum hélduð þið,
að útlendingarnir færu að éta
fólk? Þeir halda, að þið séuð
mánnæturnar." . . . „Jæja þá,“
sögðu Aucarnir. „Við skulum trúa
þér núna. Við verðum ekkert
hræddir.“
Aucakonurnar þrjár sam-
þykktu, að við Rachel skyldum
koma meö þeim heim til þorps
þeirra. Valerie átti auðvitað að
fara líka. Nú stóðu forréttindi
þau mér til boða, sem ég hafði
beðið um í þrjú ár. Ég hafði þegar
eytt heilu ári í tungumálanám í
því skyni. En ég kveið einnig
fyrir því að taka ákvörðun þessa.
Við komum til Quichuaþorps-
ins við Curarayána þann 6. októ-
ber. Þar rákumst viS á Maruju,
eiginkonu hins látna Iíonorios,
en henni höfðu Aucarnir rænt
og haldið sem fanga í heilt ár
Henni hafði nýlega verið sleppt
vegna viðleitni Mankamu.
„Það líður ekki á löngu, þang'-
að til þið verðið öll dauð og ét-
in af gömnium. Konurnar eru
góðar, en ekki mennirnir. Ekki
þeir grimmu.“ Hún sagði okkur
frá meðferðinni, sem lík Roberts
Tremblays hafði hlotið af hendi
Aucanna, en hann var kanadisk-
ur trúboði, sem hafði haldið inn
ÚR VAL
á landssvæði Aucanna nokkrum
mánuðum fyrr. Þeir sögðu að
hann hefði framið sjálfsmorð.
„Lík hans var étið af hrægömm-
um,“ sagði hún. „Aúcarnir hlógu
bara. Þeir gáfu krökkunum sín-
um tennurnar hans til þess að
nota sem leikföng.“
Ég' skrifaði i dagbókina mína
þetta kvöld: „Skyldi ég gera rétt
í því að taka Valerie með mér?.
En ég veit, að það er ekki rétt,
aö hörfa frá ákvörðun, sem tek-
in hefur verið í einlægni hjart-
ans frammi fyrir guði.“
Næsta dag héldum við áfram
ferðinni með hjálp sex leiðsögu-
manna af Quichuaættum. Við
ferðuðumst fyrst í tvo daga á
húðkeipum á Curaray og Anan-
guánum, og síðan lögðum við af
staö fótgangandi. Við vorum
komin inn á landssvæði Aucanna,
og Quichuarnir höfðu byssuran-
ar ætíð reiðubúnar. Valerie ótt-
aðist ekkert. Hún svaf á tréstól,
sem bundinn var á bak eins leið-
sögumannsins. Hún ætlaði bara
heim til hennar Mintaka.“ En
við Rachel vorum i uppnámi.
Við gengum fyrir bugðu á skóg-
arstígnum. Og þarna fyrir fram-
an okkur stóðu skyndilega þrír
naktir Aucar. Á bak við þá mátti
gre-ina nokkra -litla strákofa.
„Er þetta hann pabbi minn?“
Uppi á trjábol stóð stór og