Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 128
144
ÚR VAL
gert,“ en nú tóku þeir til að segja
eitthvað á þessa leið: „Ég get
ekki gert þetta á sama hátt og
þið hin, en ég get gert það á ann-
an hátt.“
Það hefur orðið að finna upp
og endurbæta fjölmörg tæki og
alls kyns útbúnað til þess að gera
fólki þessu fært að gera ýmis-
legt á annan hátt en við hin. Og
nú er svo komið, að mergð slíkra
tækja er orðin slík, að það nægir
í stóran verðlista. Með hjálp
slíkra tækja lifa milljónir lam-
aðra og fatlaðra nú innihalds-
ríku lífi sem sjálfstæðir, dugandi
■ starfsmenn og húsmæður. Dr.
Howard A. Rusk, brautryðjandi
í endurþjálfun fatlaðra og for-
stjóri slikrar stofnunar við New
Yorkháskólann, mælir á þessa
leið um þetta atriði: „Ég held,
að þessi tæki til sjálfshjálpar hafi
gert meira en nokkuð annað, ef
til vill að mannlegum vilja og
kjarki undanskildum, til þess að
gera orðin ,,krypplingur“ og
„óstarfhæfur" úrelt og innan-
tóm.“
Fyrstu tilraunirnar til þess að
búa til slílc tæki voru aðeins-
fólgin í sameiginlegri viðleitni
sjúklingsins og endurþjálfarans
til þess að skapa eitthvað not-
hæft hjálpartæki úr þeim efni-
við, sem fyrir hendi var, svo sem
prjónum, bréfaklemmum, ólum,
heftiplástri, limböndum og lími.
Síðan fullkomnuðu dr. Rusk og
félagar hans við ofangreinda
stofnun prófun, sem mældi hæfni
hins lamaða eða fatlaða sjúklings
til þess að leysa af hendi um 100
mismunandi viðfangsefni, sem
hið daglega líf krefst af okkur,
að leyst séu. Stundum áttu sjúkl-
ingarnir mjög erfitt með lausn
sumra þessara viðfangsefna, eða
þeim reyndist hún alveg ófram-
kvæmanleg. Og þá var fundin
einhver leið til þess að yfirbuga
erfiðleikana. Þannig varð tækja-
vinnustofa stofnunarinnar til líkt
og af sjálfu sér. Sérhver sjúkling-
ur liafði sínar eigin hugmyndir
um það, hvernig leysa skyldi
hans sérstölcu vandamál. Hjúkr-
unarkonur og endurþjálfarar
fundu ráð til þess að gera hin
nauðsynlegu tæki einfaldari. Áð-
ur en langt um leið, var unnið
stöðugt og af kappi í tækjavinnu-
stofunni. Jafnvel reyndist nauð-
synlegt að vinna þar yfirvinnu
til þess að anna eftirspurninni.
Langflest þessara tækja eru
einföld og snilldarleg. Skóhorn
með löngu skafti og skór með
fyrirfram hnýttum, mjög teygjan-
legum reimum, hjálpa þeim, sem
geta ekki beygt sig í baki eða
mjöðmum. Smíðað hefur verið
nokkurs konar „töfraprik", og
við það má festa alls kyns út-
búnað, svo sem hárbursta, and-
litsduftpúða, krók til þess að1