Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 86
102
ÚRVAL
grimmilegu fátækt Afríku. Þar
eru nokkrar nýtízkulegar bygg-
ingar, en flest húsin eru samt
úr rauðum leir. Yfir 200.000
manns reyna að framfleyta líf-
inu þarna í fátækt og sóðaskap.
í nösum manns dvelur dag sem
nótt viðbjóðslegur þefur, sem
fær sérstakan keim af ilm jas-
mínunnar.
Þegar ferðamaðurinn kemur
til þessarar borgar, stendur
þurrkatíminn sem hæst. Ekki
hefur failið regndropi í sex
mánuði. Sólin brennir allt af
hinni mestu heift, og rykslcý,
sem liinir heitu eyðimerkur-
vindar þyrla upp, sækja að borg-
inni. Hér er fljótið kallað Jol-
iba („fljótið mikla“) af Afríku-
búum. Þegar vatnavextirnir
byrja í upphafi regntímans,
byrja áætlunarferðir með gufu-
skipi til Timbuktu. En á þurrka-
tímanum stranda jafnvel ein-
trjáningar hinna innfæddu
vegna vatnsskorts, svo að ferða-
maðurinn skreiðist upp í ræfils-
legan langferðabíl og leggur upp
i langferðina.
Heitur vindur æðir um bil-
inn, líkt og einhver hefði skil-
ið eftir opna hurð á miðstöðv-
arkatli. Eins langt og augað eyg-
ir má ekkert greina annað en
þyrrkingslega runna, snúna og
skælda, og öðru iiverju má sjá
15 feta háa mauraþúfu gnæfa
upp úr auðninni.
Landið er brunnið eftir elda
mannanna ekki síður en sólar-
innar. Tugir þúsunda ekra báð-
um megin vegarins eru sviðn-
ar. Það rýkur upp úr jörðinni.
Afrískir bændur kveikja i runn-
unum og kjarrinu til þess að
ryðja sér þannig land til rækt-
unar. Eyðileggingin af þeim
völdum er mikil. Þegar eldarn-
ir eru dánir út, fýkur efsta Iag
jarðvegsins smám saman burt.
Öðru hverja má greina Niger-
fljótið í fjarska. Það er líkt og
mjótt, ljósblátt band. Þverár
renna tylftum saman út í fljótið
á þessum slóðum, en nú eru far-
vegir þeirra sandur einn. Þorps-
búar grafa djúpt niður í skræl-
þurra árfarvegina í leit að vatn-
inu, sem dregur sig sífellt meira
í hlé. Sandstormar æða yfir
landið dag eftir dag og eyða
öllum gróðri, og kristnir menn,
Múhammeðstrúarmenn og hinir
heiðnu líta allir til himins og
biðja um regn.
140 mílum niður með fljótinu
frá Bamako er Ségou, lítill,
syfjulegur bær. Það var í Ségou,
að Mungo Park, 24 ára gamall
skozkur læknir, kom auga á
hið leyndardómsfulla fljót dag
nokkurn árið 1796, fyrstur hvít-
ra manna síðari alda. Hann
hafði lagt af stað frá hinni
miklu vesturbungu Afríku inn