Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 130
146
um sérstöku vandamálum hinna
fötluSu og lömuðu, er þeir klæða
sig úr eða í. Áður fyrr var það
til dæmis liðagigtarsjúkling-
um og þeim, er notuðu gervi-
fætur eða þungar spelkur, mikil
þolraun að klæða sig í buxur.
Lausn frú Cookman á þessu
vandamáli var dásamlega ein-
föld. Nú er rennilásum komið
fyrir í hliðarsaumum á karl-
mannabuxum og síðbuxum
kvenna. Ná þeir alla leið niður
og eru faldir í hliðarsaumum á
báðum skálmum.
Verksmiðjur, sem framleiða
heimilistæki, hafa útbúið sérstak-
ar eldavélar, sem auðvelt er að
vinna við í hjólastól, án þess að
nokkur hætta sé þvi samfara.
Alls kyns útbúnaður til þess að
nota við sima er fyrir liendi,
fyrir þá, sem eiga erfitt með að
halda á taltækinu eða velja núm-
er á venjulegan hátt.
Vélar hafa verið settar í hjóla-
stóla, svo að auðvelt sé fyrir hina
lömuðu eða fötluðu að hreyfa
sig úr stað. Einnig hefur verið
settur í þá útbúnaður til þess að
hækka eða lækka sætið. (5000
dollara verðlaun bíða þess snill-
ings, sem finnur upp hjólstól, sem
fara má i upp stiga að hættu-
lausu. Verðlaun þau verða veitt
fyrir milligöngu National Inven-
tors Council (Sambands upp-
finningamanna). Til eru mjög
ÚR VAL
léttir hjólastólar, sem taka má
saman og stinga inn í bifreið, og
gera þeir fólki með gervifætur
eða lamaða fætur það fært að
ferðast um í bifreiðum. Margt
fólk með gervifætur eða lamaða
fætur ekur nú sinni eigin bifreið
og notar venjulegan útbúnað á
stýri, sem stjórnar hemlum og
bensíngjafa. Þessir „fötluðu“
ökumenn lenda tiltölulega sjaldn-
ar í árekstrum og slysum en
„fullhraustir“ ökumenn.
En ef til vill er kærkomnasta
tækið samt lítið rafeindatæki með
rafhlöðum, sem Bell Telephone
Laboratories (Rannsóknarstofur
Bell-Símafélagsins) hafa búið til.
Sé því þrýst að hálsinum, fram-
leiðir þetta gervibarkahöfuð titr-
andi hljóð, sem mynda má úr
orð. Og er tæki þetta ómetanlegt
þeim, sem hafa orðið að láta fjar-
lægja raddböndin með uppskurði.
Ég veit ekki til, að nokkurs
staðar geti að lita blessunarrík-
ari notkun sjálfshjálpartækja en
i verksmiðju Abilities, Inc.
(Hæfileikar h.f.) úti á Long Is-
land. Sérhver hinna 400 starfs-
manna þessarar velreknu verk-
smiðju er líklega fatlaður. Henry
Viscardi, Jr., forstjóri verksmiðj-
unnar, gengur jafnvel á gervi-
fótum, sem ná allt upp að mjöðm.
En samt vinna allir sinn fulla
starfsdag, fá venjulegt kaup fyrir
slikt starf og skila af sér vinnu,