Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 11
DNA - HIN LEYNDA LÍFSUPPSPRETTA . . .
2|7
loks að lýsa mó'ðursameind
sjálfs lífsins í smáatriðum og
segja nákvæmlega til um,
hvernig þúsundum frumeinda
hennar er fyrir komið í eitt
kerfi og hvernig þær starfa allar
að þvi að skapa líf og viðhalda
því.
Þeir komust að því, að DNA
hefur í sér fólgið geysisterkt
minni, nokkurs konar „inni-
byggt“ minni. DNA-sameindin
er likt og örsmár vélheili, sem
geymir geysilegt magn af fyrir-
skipunum, leiðbeiningum og
uppdráttum, sem DNA-sameind-
in opinberar á réttum tima og
stað til þéss að koma af stað
uppbyggingu allra frumanna og
líffærakerfanna i lifandi lík-
ama, láta frumurnar og kerfin
vaxa og samræma starfsemi
þeirra alira hverja sekúndu lífs
þess, sem þeim er úthlutað.
DNA-sameindin veitir þér ekki
aðeins þína sérstöku erfðaeigin-
leika strax við fæðingu þína,
heldur hefur hún eftirlit með
allri líkamsstarfsemi þinni.
DNA-sameindin er ekki aðeins
fyrir hendi í kynfrumum, held-
ur öllum lifamli frumum nema
frumum ranðu blóðkornanna og
vissum veirum.
Hinar sérstöku DNA-sameind-
ir eru dreifðar um allan líkama
þinn, um 60 billjón talsins, en
það er meðaltal lifandi fruma í
líkama fullorðins manns. En
það eru margs konar frumur í
mannlegum líkama, og því ætti
það að virðast skynsamleg á-
lyktun, að sérhver frumuteg-
und ætti að hafa sitt sérstaka af-
brigði af DNA-efni. En samt er
það nú staðreynd, að kjarni
hverrar frumu í líkama þinum
(ncma fruma rauðu blóðkorn-
anna), hvort sem þær eru í húð
þinni, hjarta eða lifur, hefur ná-
kvæmlega sams konar DNA-sam-
eindir.
Þessir DNA-flekkir hafa svip-
aða efnafræðilega bygingu, eru
svipaðir á stærð og líta mjög
svipað út og slíkir flekkir í
hundinum þínum, eða húsflug-
unni, brauðmyglusveppnum eða
grasstráinu. En samt hafa þeir
allir að geyma einhvern dul-
málslykil, sem gerir það að verk-
um, að hinar j'msu lifandi ver-
ur eru svo mjög frábrugnar hver
annarri. Þeir gera lnindana ó-
líka fiskum eða fuglum, brauð-
myglusveppina ólíka eplatrjám.
fílana ólíka mýflugum.
Hinar leynilegu fyrirskipanir
og leiðbeiningar í DNA-sam-
eindum þinum eiga uppruna
sinn að rekja til tilviljunar-
kennds vals líkama móður og
föður þíns við frjóvgun egg-
frumu þinnar. — Sú fyrsta
fruma varst raunverulega þú —
fullmyndaður. DNA-slamjeindir