Úrval - 01.03.1963, Síða 131
NÝ HJÁLPARTÆKI LAMAÐRA ...
147
sem er jöfn að gæðum og magni
eða jafnvel meiri en venja er i
Þessari iðngrein, en þar er aðal-
lega um að ræða framleiðslu á
rafmagns- og rafeindahlutum fyr-
ir flugvélar og flugskeyti.
Starfsmenn verksmiðju þessar-
ar eru háðir margs konar verk-
færum og tækjum, sem yfirleitt
hafa verið smíðuð fyrir þarfir
sérhvers einstaklings sérstaklega,
svo að öllum megi takast að fram-
kvæma sitt dagsverk með til-
skildum hraða og óaðfinnanlega,
þannig að slíkt hafi sem allra
rainnsta þreytukennd starfs-
mannsins í för með sér. Vinnu-
borð, rennibekkir, slípivélar og
önnur tæki hafa verið staðsett
lægra fyrir starfsmenn þá, sem
ekki geta staðið' upp úr hjóla-
stólum. Einfaldur handrofi kem-
ur í stað venjulegs, fótstigins
rofa á borvél fyrir fótalausan
starfsmann.
Dótturfélag fyrirtækis þessa,
Human Resources Foundation
(Starfsorkufélagið), fæst ein-
göngu við rannsóknir, sem miða
að því að létta fötluðu fólki um
heim allan lífið og gera það
starfshæfara. Félag þetta hefur
hlotið styrk frá Office of Voca-
tional Rehabilitation (Skrifstofu
starfsendurþjálfunar), og með
hjálp styrks þessa hefur það þeg-
ar fuadið upp og hafið fram-
leiðslu á tæki, sem gert hefur
lækna og þjálfunarsérfræðinga
furðu lostna vegna einfaldleika og
þeirra geysilegu möguleika, sem
það virðist veita iofórð um.
Þetta er örlítið fjarmælingar-
tæki (telemetre device), sem
vegur aðeins átta únsur og er
smærra en venjuleg transistor-út-
varpstæki. Starfsmaðurinn getur
stungið tæki þessu í vasa sinn.
Þetta örlitla „útvarpssenditæki“
sendir stöðugt upplýsingar um
æðaslátt, andardrátt, blóðþrýst-
ing og líkamshita mannsins, sem
það ber, og sýnir um leið hjarta-
ritun af hjartastarfsemi hans.
Upplýsingar þessar sendir tækið
til eftirlitsstöðvar á vinnustaðn-
um, og þannig er hægt að fylgj-
ast stöðugt með líðan fatlaðs
starfsmanns við vinnu.
Nýlega spurði ég Viscardi,
hvort hann áliti „telemeter“-
tækið jvera „blessunarlega kær-
komið“ tæki, líkt og hann Tom
Wilson hafði talað um sín tæki.
Og þá svaraði Viscardi: „Sér-
hvert tæki er blessunarlega kær-
komið, svo framarlega sem það
hjálpar einhverjum til þess að
geta mælt eitthvað á þessa leið:
„Jú, ég er fatlaður, en ég er
alveg fullfær um að sjá um mig
sjálfur."