Úrval - 01.03.1963, Síða 166
182
Ú R VA L
skorti á framtakssemi.
Fyrir þær miiljónir kvenna,
sem eru haldnir áköfum taugaóró-
ieika eða jafnvel likamlegum
þjáningum á tímabili þessu, gæti
það verið blessun að losna við
tiðirnar. Og hið sama má segja
um fjölskyldu þeirra og vinnu-
veitendur.
Hverjar eru hugsanlegar hætt-
ur samfara því að grípa fram í
eðlilegan gang i þessum efnum?
Samkvæmt sjö ára reynslu af
töfhim þessum virðast hætturn-
ar vera mjög litlar. í fyrstu var
óttazt, að stöðug notkun kynni
að framkalla varanlega ófrjó-
semi. Hið gagnstæða virðist ein-
mitt hafa komið i Ijós. Frjósemi
virðist aukast, eftir að konan
hættir að taka inn töflurnar.
Samkvæmt einni rannsókn, sem
framkvæmd var í þessu sam-
bandi, urðu 60% þeirra kvenna,
sem hættu að taka inn töflurnar
og óskuðu eftir þungun, þung-
aðar innan mánaðar eftir að
þær hæítu að taka töflurnar
inn. Nú notfæra læknar sér
þetta fyrirbrigði til þess að
reyna að lækna ófrjósemi.
Einnig mætti hafa möguleika
á krabbameini í huga. En allar
slíkar rannsóknir hafa hingað
til bent til þess, að krabbamein
sé ekkert tíðara meðal þeirra,
sem töflurnar taka inn, en hinna,
sem nota þær ekki. Gætu töfl-
urnar skaðað kirtla varanlega?
Kynnu þær að skemma örlitlar
eggfrumur i eggjakerfunum, egg-
frumur, sem kynnu að þroskast
einhvern tíma síðar? Rann-
sóknir, sem hafa A'erið fram-
kvæmdar af dr. John Rock,
kvensjúkdómafræðingi við Har-
vardháskólann, hafa ekki dreg-
ið neitt fram i dagsljósið, er
gæti sannað slikan möguleika.
I desember i fyrra kom fram
sú getgáta, að getnaðarvarna-
töflurnar kynnu að valda stíflu
i æðum (blóðtappa). .Bandariska
læknafélagið lét framkvæma
umfangsmiklar rannsóknir við-
víkjandi notkun getnaðarvarna-
tafla og gat ekki fundið nein-
ar sannanir, er bent gætu tii
þess, að töflur þessar hefðu slík
álirif.
Allt virðist þvi enn benda til
þess, að ekki sé um nein hættu-
leg aukaáhrif að ræða. En marg-
ir varkárir læknar álíta þó, að
nokkurra ára reynslutími í við-
bót sé nauðsynlegur, áður en
veita megi endanlegt svar i
þessu efni.
Það skal viðurkennt, að töfl-
unum geta stundum fylgt nokkr-
ir fylgikvillar. Um ein kona af
hverjum fimm finnur til ein-
kenna, mjög svipaðra og þeirra,
er fylgja þungun. Rrjóstin tútna
út og verða aum viðkomu. Þær
finna til ógleði á morgnana og