Úrval - 01.03.1963, Síða 124
140
U R VA L
Þessi sigur vestrænnar tækni
talar skýrara máli en lending
flugskeyta á tunglinu, að þvi er
snertir hið þyrsta fólk í þessum
löndum. Udall innaríkisráð-
herra segir, að velgengni á þessu
sviði sé jafnvel þýðingarmeiri
en nokkur afrek á sviði geim-
rannsókna. Og Kennedy forseti
hefur gefið þessa yfirlýsingu:
„Viðleitni okkar til þess að
vinna ferskt vatn úr höfunum
hefur meiri þýðingu, þegar
skyggnzt er til framtíðarinnar,
en nokkrar aðrar tilraunir til
vatnsöflunar.“
Vatn, litlaust, lyktarlaust og
bragðlaust, virðist ekki vera
eftirtektarverð vörutegund, þeg-
ar gnægðir eru til af því. En
værir þú aigerlega án þess i
þrjá daga, myndir þú greiða fyr-
ir pela af vatni með aleigu sinni,
— sparifé þínu, húsi þinu, bif-
reið þinni — ef til vill sál þinni.
Án vatns getur enginn maður —
og engin þjóð — haldið lífi.
Sjávarvatnsskrifstofan lians
MacGowans hefur gefið fordæm-
ið. Starfsmenn hennar hafa lit-
ið til framtiðarinnar, séð ógn-
vænlegt ástand fram undan og
hafizt handa um að vinna gegn
því. Verði ekki haldið áfram á
sömu braut, munu Bandaríkin
ef til vill verða fyrst hinna
stærri þjóða til að tæma vatns-
tunnuna sína. Það væri ofboðs-
legur harmleikur að tærast upp
úr þorsta — umkringdur 1200
billjónum billjóna lítra af sjáv-
arvatni.
Spakmæli.
Vík úr vegi fyrir hinum áreynslukenndu tilraunum þínum ■—
og leyfðu sjálfum þér að vaxa. Anonymus.
Menn vantar ekki kraftinn, heldur viljann. V. Hugo.
Þér fyrirgefst, að orkar eigi,
en aldrei hitt, að Þú ei vilt.
Ibsen (M. JJ.