Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 96
112
innan í símatækjum og láta skrá
símtöl. Geysilega næman „nálar-
hijóðnema“ er einnig hægt að
reka í útveggi bygginga, og get-
ur hann heyrt samtöl í gegnum
vegginn.
Öryggisverðir í iðnaðinum hafa
svo miklar áhyggjur af ógnun
þeirri, sem felst í hinum leynda
hljóðnema, að í sumum verk-
smiðjum er verið að rífa í sund-
ur veggi 1 leit að slíkum. Og
stöðugt eftirlit er liaft með verk-
smiðjum í byggingu, jafnvel
þannig að vakað er yfir hverj-
um nýjum múrsteini í hleðsl-
unni.
Vakandi auga er einnig haft
með* öllum gestum. Njósnari get-
ur notað örlítinn hljóðnema, sem
lítur út eins og sakleysislegt
merki í jakkaboðungi. Stundum
er hann falinn í hnapp eða tölu
eða undir hindishnút. Ef til vill
er hann dulbúinn sem vindlinga-
kveikjari, vindlingaveski eða
armbandsúr með leiðslu, sem
liggur upp handlegginn að ör-
litlu segulbandstæki, sem falið er
í vasa.
Dverghljóðnemar og dverg-
segulbandstæki eru nú mikil
hjálp alls kyns njósnurum og
„gluggagægjum", þannig að
einkalifi okkar stendur mikil ógn
af.
Fjölskylda nokkur í Leicester
kallaði á einkaleynilögreglumann
ÚR VAL
sér til hjálpar, vegna þess að liún
vildi komast að því, hvernig gæti
staðið á því, að hvað eina, sem
skeði á heimili þeirra, var á
allra vörum innan sólarhrings.
Þegar rifrildi átti sér stað, þegar
dóttir þeirra var að heiman um
nótt, þegar maðurinn sagði konu
sinni frá fjárhagsvandræðum sín-
um — það var segin saga, að
næsta dag vissi allt nágrennið* um
þetta.
Leynilögreglumaðurinn komst
að því, að slúðrið átti upptök sín
hjá konu, sem bjó í þriðja húsi
frá þe-im, og að leiðslur lágu á
milli húsanna. Hann fann falinn
hljóðnema í dagstofu hjónanna.
Þaðan lá leiðsla til setustofu
lcerlingar í hinu húsinu, og þar
mátti greina hvert orð, enda
voru samtölin jafnvel tekin þar
upp á segulband. Til allrar ham-
ingju nægði hótun um málssókn
og skaðabótakröfur til þess að
fá kerlinguna til þess að hætta
þessu snuðri sínu.
Nú hafa vísindamennirnir
fundið upp nýjan útbúnað. Það
er „parabolska“ tjaldið. Það
starfar sem risavaxið eyra, sem
safnar í sig öllum hljóðum frá
stórum hópi manna. Hljóðneman-
um er síðan beint að „hljóðtjald-
inu.“
Það er auðvelt að skilja, hvern-
ig þess háttar tjald, sem væri
dulbúið á snjallan hátt og komið