Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 137
153
HJÁ VINUM MINUM VILLIMÖNNUNUM
aftin- til skyldustarfa minna þar.
Ég vissi ekki, hvað framtíðin
mynd bera í slcauti sínu mér til
handa, en fjötmörg skyldustörf
kölluSu mig til starfa. ÞaS þurfti
aS uppræta arfa á flugbraut trú-
boðsstöðvarinnar, höggva að nýju
hávaxinn gróður, sem farinn var
að þekja rjóður og gangstíga, en
frumskógurinn leitaði stöðugt á,
óaflátanleg'a. Það þurfti að gróð-
ursetja banana- og ananasplöntur
og Ijúka við skólahús, sem við
Jim höfðum byrjað að reisa. Þar
að auki þurfti ég' að hirða um litla
dóttur okkar, gegna læknisstörf-
um á meðal Indiánanna, kenna
í telpnaskóla, þýða heilaga ritn-
ingu á mál Quichua og kenna
kristinfræði í drengjaskólanum.
Við þetta starf mitt kynntist ég
guði betur. Að hlýða er hið sama
og að vita. Að vita er að eiga
sálarfrið.
Meðan ég hélt áfram að gegna
skyldustörfum mínum meSal Qui-
chua, hélt fólk um víða veröld
áfram að biðja fyrir Aucunum,
biðja þess, að þeir mættu á ein-
hvern hátt öðlast þekkingu á guði.
Nú virtust litlar líkur fyrir því,
að svo mætti verða. En við treyst-
um því, að guð myndi gera það,
sem nauðsynlegt væri, til þess að
opna leið til hjarta Aucanna.
Fólk hugsaði mikið um það,
hvernig þetta gæti orðið. Margt
fólk þóttist vita, hver þau mistök
væru, sem mönnunum fimm hafði
orðið á og leitt höfðu til dauða
þeirra. Sálfræðingar og mann-
fræðingar skrifuðu til okkar og
útskýrðu, hverjar meginreg'lur
skyldu í heiðri hafðar við næstu
tilraun til þess að nálgast Auc-
ana. Einhver sendi mér peninga
með þeirri beiðni, að þeir yrðu
notaðir til þess að kaupa biblíur
handa Aucunum. Ein kona bað
um, að boðorðin tíu yrðu skrifuð
á blaS og blaðinu skyldi síðan
kasta niður til þeirra úr flugvél.
Uppástungurnar streymdu að.
En erfiðasta vandamálið var
alls ekki það, hverjar aðferðir
skyldi nota. Hin ýtarlegasta áætl-
un myndi samt ekki ná fram að
ganga. Það kæmi fram, að eitt-
hvað væri að henni. Ég hafði sér-
stakan persónulegan áhuga á
þessu vandamáli, en samt bað ég
aðeins guð um aS gera þaS, sem
hann sjálfur vildi. Ef hann vildi
veita mér þá náð aS mega ná til
Aucanna, þá var ég reiðubúin.
En það var augsýnilega skylda
min að halda því starfi áfram,
sem mér hafði þegar verið fengið
i hendur. Já, það var skylda mín,
þangað til ég fengi skipun um
að fara.
Flygmenn úr flugdeild trúboðs-
félaganna voru stöðugt að varpa
niður vinargjöfum yfir Auca-
byggðirnar og héldu þannig á-
fram flugi því, sem Nate Saint