Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 43
SLANGAN í SVEFNPOKANUM
59
fylgdu augnaráði hans allt nið-
ur að bungu nokkurri undir
pokanum. Hún var beint yfir
maga hans. Og ég stirðnaði alveg
upp.
Ég þumlungaði mig aftur á
bak. Siangan kynni að bíta, ef
frá mér heyrðist hið minnsta
hljóð. Ég sneri siðan við og
læddist á tánum í áttina til
þeirra Vargas og Indiánans.
Indiáninn krossaði sig, og Var-
gas varð alveg höggdofa, er ég
hvíslaði fréttunum að þeim. Við^
störðum hver á annan og þorð-
um ekki að’ tala.
Ég heyrði í anda orð kenn-
arans á frumskóganámskeið-
inu í Balbóa: „Brennið kjarrinu
að vetrinum, og höggvið það að
sumrinu. í kjarrinu dvelja mýs,
sem draga að sér slöngurnar.“
Skapillska okkar félaganna hafði
gert okkur kærulausa. Nú skalf
ég og titraði. Ég fann, hvernig
slangan hafði skriðið inn um
opið á svefnpoka Als. Það var
næstum líkamleg kennd.
Við læddumst örhægt til Als.
Apar þvöðruðu og páfagaukar
skræktu í rotnunarlofti skógar-
ins, er við störðum ráðþrota á
bunguna, sem slangan myndaði
ofan á maga Als. Þetta gat ver-
ið kyrkislanga, stór fer-de-lance-
slanga eða „bushmaster“-slanga
af meðalstærð. Væri þetta kyrki-
slanga, væri hægt að sótthreinsa
slæmt bit hennar. En hinar
siöngutegundirnar voru ban-
eitraðar. Bit slíkra slangna hafði
i för með sér hryllilegan dauð-
daga innan nokkurra minútna.
„Cigarille?“ Rödd Indiánans
komu okkur til þess að kippast
við, líkt og við hefðum orðið
fyrir rafstraum. Slangan hreyfð-
ist! Við Vargas störðum reiði-
lega á Indiánann. A1 var búin
að loka augunum. Slangan
hringaði sig að nýju. A1 opnaði
augun. Ég gaf merki um, að við
skyldum ganga afsiðis.
Indíáninn baðst afsökunar.
Siðan breiddist bros yfir and-
lit hans, og með handapati lék
hann mann, sem er að reykja
vindling. Hann hálfkreppti
hnefann og blés lofti út og inn
um greipina. Siðan teiknaði
hann svefnpoka á jörðina. Svo
þóttist hann skera gat á annan
enda hans. Við skildum, hvað
hann var að reyna að sjá okkur
. . . Við áttum að blása reyk inn
um gat, sem skera átti á svefn-
poka Als rétt við fætur honum!
Ef til vill dygði þetta. Fyrst
kinkaði Vargas kolli og síðan
ég. Indiáninn byrjaði að reyta
hálfblautt gras og lagði það í
hrúgu nálægt eldinum. Vargas
tæmdi nokkra poka, sem voru
olíubornir, og svo skriðum við
tveir og tveir aftur til Als.
Ég lék hreyfingar Indíánans