Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 149
HJÁ VINUM MÍNUM VILLIMÖNNUNUM 165
Aucakvennanna og' ég vildi ekki
að aðrar reglur giltu um mig en
tær. Svo þegar búið var að elda
°g borða matinn, bauðst Indí-
ánunum tækifæri til að horfa á
annan gamanleik: við þvoðum
úiskana! Aucunum fannst það
hlægileg fjarstæða. Við urðum að
bera allt hafurtaskið niður að
ánni, diska, sápu, svamp, potta,
skeiðar, skálar, bolla, o. s. frv.
Já, við urðum að gera það þrisvar
sinnum á dag. „Þarna Ieggur hún
af stað einu sinni enn,“ sögðu
t>eir ætíð og skellihlógu. „Nú
ætlar hún að fara að þvo pottana
sina og diskana, fötin sín og
stelpuna sina!“
Mér varð ekki viðbjargandi. Ég
Var ósvikinn útlendingur, og það
lá við, að ég skammaðist mín
fyrir það.
Hlátur og grimmd.
Aucarnoir skemmta sér á ýms-
an hátt. Þeir hafa engar bækur,
engar skipulagðar íþróttir né
tómstundastörf, og þvi eru sam-
ræður algengasta dægradvöl
þeirra. Rætt er af miklum ákafa
Um hvað eina sem fyrir kemur,
iafnvel þótt það virðist lítilfjör-
legt. Indíánarnir hristust og
sfculfu af hlátri, ef potturinn
minn valt af trjábútunum, svo
að allur hádegismaturinn hvarf í
eldinn. Og fréttirnar voru hróp-
aðar kofa úr kofa.
„Potturinn hennar Gikari
datt!“
„Fór allt úr honum?“
„Já, allt! Ha, lia!“
Aucarnir fylgdust af jafnmik-
illi nákvæmni með flugi fugla
yfir rjóðrinu og annað fólk
fylgdist með bifreiðum eða flug-
vélum. Þeir töluðu um, af hvaða
tegund fuglarnir væru og lýstu
flugi þeirra. Raddir þeirra urðu
svo æstar, að þær minntu á radd-
ir íþróttafréttaritara.
„Alia, tveir páfagaukar. Það eru
macawar . . . karl og kerling
. . . Þarna koma þeir . . . Þarna
fljúga þeir burt . . . Beint í átt-
ina til kapoktrésins ... Þeir fljúga
beint á kapoktréð . . . nei, þeir
fljúga fram hjá því... Aha, þarna
fcoma tveir í viðbót. Nú eru þeir
allir komnir í einn hóp . . . Hvar
skyldu þeir setjast? Eg ætla að
skjóta þá alla fjóra með örvum
minum . . . watik, watik, watik,
watik!“
Þeir tala mest saman á morgn-
ana. Einhver vaknar á timabilinu
frá klukkan 3—5 að morgni, skar-
ar i eldinn og byrjar að masa.
Fái hann ekkert svar, vekur hann
einhvern til þess að fá einhvern
til að hlusta á ræðuhöldin. Ég
var oft vakin með þeim fréttum
einum, að það væri* tunglskin,
að herra N. N. væri lygari eða
einhver væri á leið út úr rjóðr-
inu til þess að kasta af sér vatni.
Aucarnir höfðu aldrei séð