Úrval - 01.03.1963, Síða 39
TÆIŒIN LIKIR EFTIR SKYNFÆRUM . . .
55
siðasta marki, munu þeir eflaust
gera margar uppgötvanir, sem
eitt sinn virtust algerlega ófram-
kvæmanlegar. Mögulegt er, að
þeim muni jafnvel takast það á
þessari öld að smiða vélar, semi
munu verða svo slyngar, „að
þær muni geta veitt okkur tæki-
færi til þess að einbeita okkur
svolítið meira að því að haga
okkur viturlega", líkt og einn
visindamannanna í þjónustu
Radio Gorporation of ,\merica
orðaði það.
Rangt efnajafnvægi getur orsakað geðveiki.
Vera kann, að rangt efnajafnvægi í heilanum geti valdið geð-
veiki. Upphafsmaöur þessarar kenningar er Dr. D. W. Wooley,
heimskunnur lífefnafræðingur við Rockerfeller-stofnunina í New
York, og útlistar hann þessa kenningu sína í nýútkominni bók.
Þessi nýja kenning brýtur algerlega í bága við kenningu
Freuds, sem hélt Því fram, að starfrænar geðveilur ættu sér
rætur í sálrænu meini í æsku eða jafnvel fyrir fæðingu.
Dr. Wooley heldur því fram, að kenning Freuds um geðveilur
standist ekki. Hann segir, að geðveilur stafi af lífefnafræðilegum
breytingum. Hann viðurkennir reyndar, að þær sannanir, sem
hann hefur til að styðja kenningu sína, séu ekki allskostar full-
nægjandi, en ýmislegt bendir þó til þess, að hann hafi mikið
til síns máls.
Efnið, sem, samkvæmt kenningu hans, er lykillinn að geð-
heilsu manna, er hormóninn serotonin, sem var óþekktur fyrir
nokkrum árum. Skömmu eftir að þessi hormón fannst, komust
vísindamenn að því, að hann réði miklu um geðheilsu manna.
I bók sinni lýsir Dr. Wooley áhrifum serotonins, og þykir honum
sýnt, að of lítið serotonin í heilanum valdi þunglyndi; of mikið
veldur ofsjónum og geðshræringu. Enn er þó ekki útséð um,
hvort kenning Wooleys stenzt fyllilega, en e. t. v. gæti hún valdið
straumhvörfum á sviði geðlækninga.
Vér dæmum aldrei harðar um annmarka annarra, en þegar
jþéir eru skrípamynd af eigin annmörkum vorum.