Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 119
NEYZLUVATN UNNIÐ ÚR SJÓ
135
„Sko, það er þetta, sem þið
eigið ag gera,“ hélt Badger gamli
áfram. „Þið skafið bara húðina
úr pípunum og geymunum og
malið hana í agnir eða kúlur.
Svo dreifið þið þessum ögnum
eða kúlum 1 næstu birgðir af
sjávarvatni, sem á að eima.
Hvað verður þá um saltefnin í
því sjávarvatni, þegar það er
hitað? Þau festast utan á salt-
agnirnar eða kúlurnar fremur en
á bera málma. Þau festast því
ekki innan á pípurnar."
Þeir störðu á hann og klór-
uð sér í höfðinu. úoks sagði
einn: „Með öðrum orðum: Við
eigum að bæta salti við salt
sjávarvatnið?“
..fiinmitt,“ sagði Badger
gamli. „Þið eigið að berjast við
salið með þess eigin vopnum:
sem sagt salt með salti!“
Starfsmenn skrifstofunnar
voru nú orðnir svo örvænting-
arfullir, að þeir vildu reyna sér-
hvert ráð. Þeir fengu lánaða
litla tilraunastöð í Wrightville
Beach í Norður-Carolínufylki.
Fyrst byrjuðu þeir að eima
vatn á venjulegan hátt. Eftir að
stöðin hafði verið í gangi í 160
stundir stöðvuðu þeir vélarnar
og litu i pípurnar og geymana.
Innan á þeim var hörð, þétt húð
á öllu, hörð sem klettur, lík
sandpappir að áferð, %6 úr
þumlungi að þykkt. Þeir skófu
húðina af, bjuggu til úr saltinu
smáagnir eða kúlur og bættu þvi
í næstu birgðir sjávarvatnsins,
sem eima skyldi. Síðan settu
þeir allar vélar af stað að nýju,
ef eftir 160 stundir litu þeir aft-
ur á pípur og geyma. Pípurnar
voru nú hreinar og gljáandi!
Þeir starfræktu stöðina í nokkra
mánuði. Eftir að hún hafði ver-
ið í fullum gangi i 1600 tíma,
var enn engin húð komin á píp-
ur eða geyma, aðeins örlítil
mygla.
Lausnin var féngin. Þetta
staðfesti, að hægt væri að fram-
leiða ferskt vatn úr sjávarvatni
á ódýrari hátt en hingað til
hafði verið álitið. Samkvæmt
Badger-aðferðinni væri nú hægt
að starfrækja eimingarstöð í
langan tíma við mikinn hita án
þess að þurfa að loka henni
öðru hverju til hreinsunar, sem
hafði mikinn kostnað í för með
sér. Og þar að auki væri nú hægt
að hafa pípur, geyma og önnur
tæki úr ódýru stáli, því að nú
var varla um nokkurt tæringar-
vandamál að ræða l'ramar.
Ef til vill var jjað tiiviljun, að
nú tóku alls kyns hugmyndir
að berast skrifstofunni. Ef til
vill hafði þetta verið neistinn,
sem kveikti bálið. Svo mikið er
vist, að nú komst vatnsiðnaður-
inn á laggirnar. Fyrirtæki og
stofnanir kepptust nú um að