Úrval - 01.03.1963, Síða 74
90
ÚRVAL
Keldum stóð á framtúninu og
klaustur og kirkja Jóns Loftsson-
ar risu á hólnum þar fyrir ofan,
þá var, ef ófrið bar að höndum,
hægt að bjarga sér um göngin á
friðhelgan stað í klaustri eða
kirkju.
Margt hefur verið skrifað um
Keldur, jörðina, sandfokið,
gamla skálann og fólkið, sem
gert hefur garðinn þar frægan
siðustu 150 árin. Yngsti sonur
Guðmundar Brynjólfssonar, Vig-
fús fræðimaður, hefur skrifað
stóra bók: Keldur —- visast þeim
á hana, sem fýsir að vita meira
um þetta efni. Þegar Skúli Guð-
mundsson dó, 1940, tók Lýður
sonur hans og kona hans, Jón-
ína Jónsdóttir frá Ey í Landeyj-
um við jörðinni og hafa þau bú-
ið þar síðan. Hjá þeim er Guð-
mundur bróðir Lýðs, sem er á-
gætlega fróður um Keldnastað.
Hefur Guðmundur skrifað stutt-
an og g'óðan leiðarvísi um stað-
inn, sem allir slcyldu kynna sér,
sem koma að Keldum.
Þessir gömlu torfbæir henta
ekki nútímafólki til íbúðar, enda
þótt menningarsögulegt gildi
þeirra sé mikilsvert og fegurð
þeirra i landslagi áberandi og ó-
umdeilanleg.
Skúli Guðmundsson og Svan-
horg' Lýðsdóttir kona hans
sýndu þann höfðingsskap, þegar
aldurinn hafði færzt yfir þau,
að bjóða rikinu allan gamla bæ-
inn, i því skyni, að rikið tæki
að sér vernd og viðhald hans á
ókomnum tímum. Þess vegna er
gamli bærinn nú i umsjá og und-
ir vernd þjóðminjavarðar. En
jörðin sjálf er eftir sem áður
einkaeign ábúenda, er hafa reist
og búa í nýju ibúðarhúsi vestan
við gamla bæinn. Ætt núverandi
ábúenda hefur nú búið á Keld-
umÆÍðan 1780, og svo sem áðúr
var sagt, sýnt staðnum einstæða
tryggð.
Nú er að visu tómlegra að
koma í gamla bæinn en á með-
an i honum var búið. En tómur
er hann þó ekki, því þar er enn
talsvert af gömlum munum og
búshlutum, sem hafa verið á
bænum lengi, víst sumir í ald-
ir. Mest ber á sáum og keröld-
um í búri, pottum á hlóðum í
eldhúsi og fjölda af kistum undir
súð á loftunum. Eru sumar
þeirra mjög fornlegar. Margt
fleira en þetta var til á Keld-
um frá fyrri timum, en ýmislegt
hefur áður verið látið þaðan,
bæði á þjóðminjasafnið í Reykja-
vík og í byggðasafnið í Skógum
undir Eyjafjöllum. En vel mætti
lifga gamla bæinn að innan með
því að bæta ýmsum gömlum
munum við það sem fyrir er.
Að utan er gamli bærinn svo
fagurgrænn og gróinn, að nær
einstakt má heita, hann er til