Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 49
SELUR OG MAÐUR GERAST VINIR
65
veg að falla undir selinn, þegar
hann kom á vettvang'. Þegar sel-
urinn sá bátinn nálgast, reis
hann upp á framhreifana og
skellti sér til sunds í flýti. Van
Piiet sá selinn hverfa í hafið, og
liann varð hryggur yfir þessum
skyndilega skilnaði þeirra.
„Tot siens, Jaclcie,“ kallaði
hann.
En um leið og rödd hans
hrópaði þessi orð, skaut kúlu-
laga haus upp úr sjónum við
hlið bátsins, og þarna stóð
Jackie á afturhreifunum sínum
og greip fiskinn, sem hann kast-
aði til hennar. Hún elti hann al-
veg upp að bryggju.
Og þannig hófust furðuleg,
yndisleg vináttutengsl manns og
dýrs. Reyndar eru mörg dæmi
slíkra tengsla. Vináttan spratt
upp af samúð annars aðilans og
bjargarleysi hins, en luin þró-
aðist af því stigi og einkenndist
af ástúðlegum gæðum mannsins
og algeru trúnaðartrausti sels-
ins.
Yan Riet hefði alls ekki orðið
hissa, þótt selurinn hefði nú
yfirgefið Iiann. Nú hafði Iiann
náð sér i svo ríkum mæli, að
hann gat synt um höfnina, og
einu sinni hélt hann sig hafa
komið auga á liann úti við hafn-
armynnið. í rökkurbyrjun fór
van Riet þó niður að sjónum
með fisk og kallaði á Jackie upp
á von og óvon. JBrátt skaut upp
dökkum kúlulaga liaus nálægt
landi, og' Jackie synti upp að
ströndinni. Hún var enn of feim-
in til þess að nálgast hann svo,
að hann gæti klappað henni,
heldur tróð hún marvaðann með
afturhreifunum skammt frá
landi og beið áköf eftir því, að
hann kastaði fiski til hennar.
Van Riet virti fyrir sér sár
Jackie, á meðan hann mataði
hana. Þau voru tekin til að gróa.
Hann hafði verið hissa á því,
hversu djúp þau höfðu verið,
þegar hann skoðaði þau í sjón-
auka, fyrsta morguninn eftir að
hann sá Jackie. Litli selur-
inn hafði fengið liöfuðhögg
og þar að auki skurð fyrir
neðan hægra augað og djúpan
skurð þvert yfir hálsinn. Van
Riet gerði sér nú grein fyrir
því, að Jackie hefði ekki
gelað hlotið slíka áverka i bar-
daga við aðra seli né gátu þeir
verið af völdum skipsskrúfu.
Hann dró því þá ályktun gegn
vilja sínum, að einhver fiski-
inaðurinn hefði reynt að drepa
hana ineð liníf og barefli.
Selirnir í flóanuin eru vernd-
aðir með lögum, nema mönn-
um frá Fiskimálaráðuneytinu
er leyft að ryðjast inn á grið-
land selanna á Selaeyju einu
sinni á ári og fækka stofninum
dálítið. Þær árásir valda alltaf