Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 83
(
Vandaðu mál þitt
J
HÉR fara á eftir 20 orð, orð-
tök og málshættir ásamt réttri og
rangri merkingu. Prófaðu kunn-
áttu þína i íslenzkri tungu, og
fyndu réttu merkinguna. Lausn er
á bls. 109.
1. aðast: drattast, ybba sig, vera
með látalæti, flýta sér.
2. bagur: haltur, sjóndapur, vit-
skertur, klaufskur.
3. ben: æð, tjón, sár, harmur.
4. börlingur: él, fugl, færilús,
lítið ský.
5. hraun: öldugangur, garnir,
matur, svil.
6. hængur: áleitni, riðlax, fram-
hleypni, annmarki.
7. Ijóður: kvæðaflokkur, ungl-
ingur, galli, ljómi.
8. rismál: sólarupprás, upsir á
húsi, morgunverður, fótaferð.
9. ylgur: hlýja, úlfynja, öldu-
gangur, vaðall.
10. þverballa: draga færi óhöndu-
lega, liggja þversum i rúmi,
stokka lóð, komast i mótsögn
við sjálfan sig.
11. skammrifin eru af deginum:
það er farið að birta; fyrstu
stundir dagsins eru liðnar;
það er af, sem áður var.
12. sá böggull fylgir skammrifi:
sú uppbót er gefin; þeir ann-
markar fylgja; það sýnir sig
eftir á.
13. að kemba ekki hærur: vera
óþrifalegur; láta sér ekki segj-
ast; deyja ungur.
14. grípa í rassinn á góðum degi:
hefjast handa, þegar tækifær-
ið er gengið úr greipum; sjá
sig um hönd; nota tækifærið.
15. launa einhverjum lambið gráa:
gjalda gjöf; hefna sin; standa
einhverjum snúning.
16. ras: bakhluti, fljótræði, ístöðu-
leysi, hugdirfska.
17. rasa: reiðast, masa, ólátast,
æða.
Hvað þýða þessir málshættir?;
18. Hætt er rasanda ráði.
19. Aftur tékur ragur maður ras-
gjöf sína.
20. Hvað þýðir hér orðið ragur:
huglaus, vesæll, flár, illur.
99