Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 148
164
þeir með þær spriklandi heim,
éta þær hráar eða steiktar á gló?5.
Þeir færa upp úr matarpottun-
um með fingrunum og kasta
matnum á bananablöð, sem
breidd eru á jörðina og síðan
gripin með áköfum höndum. Það
er mikið kjamsað þær fáu mínút-
ur, sem máltíðin stendur yfir.
En það er líka allt og sumt. Þeir
hafa aldrel heyrt talað um um-
ræður við matborðið.
Þegar við Rachel komum fyrst
til Aucanna, höfðum við vonað,
að við gætum lifað eingöngu á
fæðu Indíánanna, en við höfðum
ekki gert ökkur grein fyrir erfið-
leikunum vegna gjaldmiðilsins.
Aucarnir hafa engin not fyrir
peninga né hluti, sem eru svip-
aðs eðlis. Annað hvort biðum
við, þangað til okkur var fenginn
matur, en það kom oft fyrir, en
þó ekki reglulega, eða við báðum
um mat, en við áttum erfitt með
það. Ég gerði mér grein fyrir
því, að ég átti ekkert til þess að
bjóða þeim i staðinn, og því setti
ég mig í þráðlaust samband við
umheiminn og lagði drög að því,
að flugvél á vegum trúboðsins
flygi yfir þorpið á föstudögum,
kastaði niður pósti, kjöti og ýmsu
öðru, svo sem mjólkurdufti, kaffi,
sykri, haframjöli og brauði.
Það var mjög æsandi, þegar
„bjallan“, en svo kölluðu Auc-
arnir flugvélina, flaug í hringi
ÚR VAL
yfir rjóðrinu. Þegar hrópað var
„Ibu, ibu!“ komu allir hlaupandi
Konurnar æptu á börn sín, að þau
ættu að vara sig, svo þau yrðu
ekki fyrir pökkunum, þegar þeim
yrði varpað niður, en þeir kjark-
minni hlupu í felur. Á eftir þyrpt-
ust Indíánarnir inn í húsin okkar
til þess að skoða innihald pakk-
anna. Þeir þefuðu af mjölkurvör-
um, svo sem mjólk, osti eða
smjöri. Einstaka sinnum smökk-
uðu þeir á þessu. Þeir hrópuðu
þá oftast upp með viðbjóði í
röddinni: „Það er fýla af þessu!
Ætlarðu að éta þetta?“
Síðan skar einhver karlmann-
anna frosna nautakjötið í bita,
og hver fjölskylda fékk bita af
því. Þegar maðurinn fann kuld-
ann af frosnu kjötinu, sagði hann
„það brennir“. Við vildum deila
með þeim öllum þeim vörum, sem
þeir kærðu sig um, þvi að þeir
deildu mat sinum með okkur. Sum
af yngri börnunum biðu þess að
fá sælgæti, sýkur eða appelsínur,
en þau eldri vildu ekki lita við
slíku.
Eldiviðaröflun var einnig erf-
itt vandamál. Ég gat höggvið við
í eldinn, en það er erfitt að kljúfa
bútana, og nutu Aucarnir þess
óspart að sjá mig reyna. Það
þótti þeim stórkostlegur gaman-
leikur. Þeir buðust næstum alltaf
til þess að gera það fyrir mig,
en eldiviðaröflun er í verkahring