Úrval - 01.03.1963, Side 156

Úrval - 01.03.1963, Side 156
172 fimm, segja núna, að það hafi ekki verið rétt af þeim að drepa þá. En þeir segja, að þetta hafi bara verið mistök. Aucarnir voru að reyna að vernda sínar eigin lífsvenjur — frelsi sitt. Þeir héldu, að útlendingarnir væru ógnun við það' frelsi. Þeir höfðu rétt til þess að drepa þá, sam- (kvæmt eigin mati. Þeir héldu, að þeir hefðu verið að vinna göf- ugt verk. Auearnir . . . ættingjar mínir. Frumskógur Amazonsvæðisins er þekktur sem „Græna vítið“, en stundum fannst mér hann raun- veruleg Paradís. Ég hreifst af risatrjánum, hinum fíngerða vafningsviði, burknunum og blómunum, tærum ánum, fugl- unum í hinum dýrlegu litum. Ég kunni ekki við að búa í veggja- lausu húsi, en var harðánægð yfir því, hversu heimilisstörfin voru auðveld viðureignar. Ég saknaði þess að geta ekki rætt við fólk á eigin máli, en ég var algerlega töfruð af leyndardóm- um hins nýja tungumáls míns. Mig langaði til þess að fara í sparikjól og hælaháa skó öðru hverju, en ég kunni dásamlega vel við mig í Quichuapilsinu mínu og blússunni. Mér fannst dýrlegt að mega ganga berfætt. Óþæg- indin voru að visu marks konar, en alltaf var hægt að finna ein- ÚR VAL hverja uppbót, ef vel var leitað. Þegar fór að líða að brottför okkar úr Aucalandi, reyndi ég að skyggnast enn dýpra í sál þessa fólks, sem ég hafði kallað villimenn. Þeir virtust á einhvern hátt ódauðlegir í nekt sinni. Þeir töluðu saman lágum rómi, líkt og Indíánar gera, hlógu barna- lega að smáu sem stóru, höfðu lifandi áhuga fyrir öllu, sem i kringum þá gerðist. Þeir vorn fögur mótsetning við glæsibún- inga, háværar raddir, meinlega fyndni og veraldarhyggju þeirra, sem bjuggu við hina svokölluðu siðmenningu nútímans. En stund- um þrúgaðist sál mín reyndar af grófleika þeirra, takmörkuðum áhugaefnum, miskunnarleysi og andlegri fátækt. Þeir frumstæðu Indíánar, sem ég hafði hingað til dvalið hjá, höfðu þekkt hvíta manninn og háttu hans og höfðu að minnsta kosti að vissu marki beygt sig fyrir „yfirburðum“ hans. En sú hugmynd var Aucunum fjarri. Þeir höfðu ekki neina ástæðri til þess að álita hvítu mennina standa sér framar, og sjálfsagt hafa þeir sínar ástæður til þess að álíta okkur standa þeim að baki á ýmsan hátt. En þeir virtust þó taka okkur sem jafn- ingjum. Þetta var það, sem ég hafði haldið, að ég óskaði eftir. En svo gerðist atvik nokkurt einn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.