Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 146
162
þessum slótSum, viS rætur Andes-
fjalla, var hvorki of heitt né rakt.
Stundum komu úrhellisdembur,
en að öðru leyti var loftslagiö
mjög gott. Helztu vandkvæðin
voru skordýrin. Aucarnir voru
geysilega leiknir í að sópa mýinu
burt af sér án þess að hætta
störfum á meðan. Þá dagana, þeg-
ar hitinn verður mestur, ko-ma
hópur af býflugum og setj-
ast á mann, skriða inn í nef og
munn, eyru og augu, þekja mat-
inn, jafnvel bitana á leið þeirra
í munninn. Aucarnir samþykktu
alltaf, að ég hefði ástæðu til þess
að kvarta, en sjálfir kvörtuðu þeir
yfirleitt ekki. Skordýrin eru óað-
skiljanlegur þáttur í lífi þeirra.
Ég gerði mér fljótlega grein
fyrir því, að Acuarnir eru geysi-
lega hraustur kynflokkur. Ég
varð ekki vör við neina sjúkdóma
þeirra á meðal nema 1—2 óviss
tilfelli af mýraköldu og svo venju-
legt kvef. Þarna voru engir
barflasjúkdómar siðmenningar-
innar, svo sem hettusótt, misling-
ar, kíkhósti eða skarlatssótt. Ég
græddi nokkur sár, sem ígerð var
1, en Indíánarnir höfðu geysilegt
mótstöðuafl gegn þeim, og það
virtist sem þeim batnaði alveg
eins fijótt, þótt þeir fengju enga
læknisaðstoð.
Sumt fólk bar djúp ör eftir sár,
sem voru af völdum kastspjóta, og
það iýsti því fyrir mér, hvernig
Ú R YA L
spjótin hefðu stungizt í líkam-
ann. Ein gömul kona hafði ör
eftir spjót, sem stungizt hafði á
milli rifja hennar og alveg í gegn-
um hana, þ. e. út um bakið. Ann-
að hvort hafði fólkið kippt spjót-
unum úr sárunum og rifið þá oft
og einatt holdtætlur burt um leið,
eða það hafði látið spjótin eiga
sig, þangað til ígerð hljóp í allt
saman og maðkar átu nógu stór
göt umhverfis spjótið til þess að
hægt væri að kippa spjótinu út.
Á spjótsoddunum eru hvassir
krókar, þannig að erfitt er að ná
spjótunum burt úr sárum. Samt
voru örin ætíð snyrtileg, likt og
eftir uppskui'ði.
Matseðill frumskógarins:
Manioc og apar.
Aucarnir hafa ekki breytilegt
mataræði, en þeir fá alveg næga
næringu. Aðalréttur þeirra er
bananaávöxtur og manioc, en það
er sterkjumikill rótarhnúður, sem
er Indíána frumskógarins jafn
nauðsynlegur og kartöflurnar og
brauðið er okkur. Þeir ryðja ný
svæði í skógunum næstum árlega
til þess að gróðursetja þessar
jurtir. Þeir þurfa aðeins að reyta
burt illgresi öðru hverju. Að öðru
leyti þurfa þeir svo ekki að skipta
sér frekar af ökrum sínum. Eftir
fimm mánaða tíma hafa þeir svo
fengið góða uppskeru af manioc,
og eftir árið hefst uppskera ban-