Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 123
-i
SVONA ER LIFIÐ
■■■■■■
,
i*. -*í,
„Bæjarstjórnarskrifstoíurnar,"
sagði símastúlkan. Svo varð löng
t>ögn og þá sagði kvenrödd eymd-
arlega: „Er þetta raunverulega hjá
bænum?"
„Já, frú,“ sváraði símastúlkan.
„Við hvern óskið þér að tala?“
Aftur varð óþægileg þögn, en
svo sagði kvenröddin afsakandi:
„Engan, hugsa ég. Ég fann bara
númerið á miða í jakkavasa
mannsins rníns."
(Frjáls verzlun).
Gamall bóndi skrifaði póstverzl-
un eftirfarandi bréf:
„Gerið svo vel að senda mér
benzinvél, eins og sýnd er á bls.
787, og ef hún er í lagi, þá sendi
ég ávísun."
Póstverzlunin svaraði um hæl:
„Gerið svo vel að senda okkur
ávísun, og ef hún er í lagi, sendum
við vélina."
(Frjáls verzlun).
Jón Pálmason var eini bóndinn
í þingliði Sjálfstæðisflokksins, sem
eindregið studdi „nýsköpunar-
stjórnina". Um þær mundir orti
Bjarni Ásgeirsson til hans í þing-
veizlu eftirfarandi vísu:
Drekkum austræn, vestræn vín,
vodka og svartadauða
Nú er áfeng ilman þín
Akurliljan rauða.
Það var eitt sinn á þingi, að
Gisli Jónsson stóð upp og sagðist
ávarpa Efri-deild, ekki fyrir sína
eigin hönd og enn síður fyrir hönd
flokks sins, heldur fyrir hönd skyn-
seminnar. — Þá orti Bjarni Ás-
geirsson þessa vísu:
Þar kom einn sem ófeiminn
ávarpaði hina,
ekki fyrir flokkinn sinn
en fyrir skynsemina.
(Frjáls þjóð).
Kerling ein fyrir norðan var að
gefa karli sínum dauðveikum eitt-
hvert meðal, en hann tók ekki
greiðlega á móti. Gekk svo, þangað
til maður nokkur viðstaddur segir:
„Hættu þessu manneskja, sérðu
ekki að karlinn er dauður?"
„O, það er þrái líka,“ svaraði
kerling snúðugt. „Láttu mig þekkja
hann Jón minn. Það er bölvaður
þrái líka.“
(Frjáls þjóð).
141