Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 111
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
127
Hann var þá fyrir allmörgum
árum fluttur til höfuðstaSarins
og mörg bindi af sögnum hans
höfðu verið prentuð — einnig
Kappaslagur hans og Gláms-
rimur. Ég hitti hann heima hjá
foreldrum mínum, sem hann
hafði bundið við trausta vin-
áttu, og þegar við höfðum set-
ið þar um hríð, urðum við sam-
ferða ofan í miðbæ. Áður en
leiðir skildi á Lækjartorgi,
sagði ég við hann:
„Jæja, vinur, hvernig lízt þér
nú á fólkið og tilveruna?‘‘
„Það er margt vel um margan
manninn hér i Reykjavík og
víðar á þessu landi — og unga
fólkið rétt engu síöur en það
eldra. En samt ofbýður mér
þetta sprenghlaup um peninga
og þægindi, skemmtanir og
tildur. Það er nú átakanlegasta
dæmið, sem ég þekki um spill-
inguna, sem gróðrakapphlaup-
ið hefur í för með sér, að nú eru
þeir farnir að svikja spiritusinn
í apótekunum.“
„Ja, hvað heyri ég!“ sagði
ég yfir mig genginn. „Hvað get-
ur þú sagt mér til marks um það,
vinur?“
„Hvað? Ekki nema það, aðþað
er eiður sær ég finni af honum
hragð, þó að ég drekki hann
tóman!“
Ég gerðist ekki til að mót-
mæla slíkum rökum. Við vin-
irnir kvöddumst svo þarna á
krossgötnm í síðasta sinn.
Bandariskir bændur fóru með rúmar 138.000
milljónir króna í vélakost.
Bændur í Bandarikjunum keyptu landbúnaðarvélar fyrir sem
svarar rúmum 138.000 milljónum ísl. króna á árinu sem leið.
Stofnkostnaður er auðvitað hvað mestur, en viðhald og endur-
nýjun krefst einnig mikilla fjárútláta, enda er vélakostur þar
vestra orðinn það fullkominn, að landbúnaðarverkamönnum fjölg-
ar ekki að verulegu leyti, þótt framleiðslan aukist stórum.
AUir menn eiga fjóra erfingja: Guð á sálina, jörðin líkamann,
ættingjarnir fjármunina og heimurinn mannorðið.