Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 151
167
HJÁ VINUM MÍNUM VILLIMÖNNUNUM
til eiginmanns síns, elskaði hann
enn eða myndi eftir honum. (En
það er aSeins til eitt orð á Auca-
rnáli yfir öll þessi hug'tök). Hún
hló. Svo spurði hún mig sömu
spurningar viðvíkjandi eigin-
manni mínum. „Jú,“ svaraði ég,
„,mjög oft.“ Hún hló að þessu
og spurði, livernig það gæti átt
sér stað, að einhver minntist
hinna dauðu.
Stundum skemmti fullorðna
fólkið sér með því að ljúga ein-
hverju skelfilegu að börnunum,
svo að það mætti heyra þau æpa
af skelfingu. Þegar Kimu kveikti
mikinn eld til þess að brenna
kjarrið, var sagt við barn nokk-
urt: „Kimu ætlar að steikja þig'.
Þú færð að brenna til þess að
koma olckur öllum til að hlæja.“
Valerie slapp ekki heldur við
þetta. Einn daginn kom hún æp-
andi og sagði, að Dabu ætlaði að
höggva af henni höfuðið með exi.
En maðurinn, sem sagði þetta við
hana, var stundúm ósköp góður
við hana og kenndi henni af
stakri þolinmæði að steikja
óþroskaöa banana yfir glóð.
Börnin fóru út að næturlagi
til þess að stinga stóra froska
með spjótum án þess að drepa
þá. Síðan settu þau glóandi kola-
mola á bakið á dýrunum og
horfðu á þau hoppa æðislega fram
og aftur. Þau skutu á örlitla
fugla með blástursrörum og
reyttu oft af þeim fjaðrirnar,
áður en þau drápu þá og steiktu
þá sér til matar. En særðist ein-
hver fugl við örvarskotið, var
honum hjúkrað af stakri þolgæði.
Þá leituðu börnin tímunum sam-
an að skordýrum handa honum,
héldu honum í lófum sér og
struku hann bliðlega eða bjuggu
til kofa handa honum.
'Grimmdin er hvergi afsakan-
leg, í hverri mynd sem hún birt-
ist. En er grimmd þeirra verri
en okkar vegna þess eins, að hún
er ólík henni? Aucaindíánarnir
virðast skeyta engu um þjáningar
annarra, og þó líklega ekki í
þeim mæli, sem manni virðist í
fyrstu, en við þetta má bæta, að
þeir skeyta heldur ekkert um
eigin þjáningar. Þeir geta hlegið,
þegar þeir meiða sig. Þeir hafa
enga sjálfsmeðaumkun til að bera.
Barn frumskógarins.
Valerie var svo önnum kafin
í leikjum við Indiánabörnin og
athugun á dásemdum frumskóg-
arins, að ég þurfti sjaldan að hafa
ofan af fyrir henni. Ég óskaði
þess jafnvel oft, að ég gæti fundið
eitthvert ráð til þess að halda
henni heima. Hún hafði mjög
fljótlega lært þær setningar
Indíánamálsins, sem nægðu til
þess, að hún gæti leikið sér við
hin börnin, og hún var ok'kur
Rachel mikil hjálp i tungumála-