Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 36
52
hátalara og breytast þar í hljóð-
bylgjur að nýju. Taugafrumurnar
í eyra mannsins eru einnig nokk-
urs konar straumleiðarar og
straumbreytar, sem breyta neyS-
arópi i rafboð, sem send eru
leifturhratt eftir „leiðslum“
taugakerfis hans allí til heilans.
Heilinn les úr dulmáli skilaboð-
anna og sendir siðan rafboð sem
svar til fóta mannsins, en þar
breytast rafboðin í vöðvaafl, þeg-
ar maðurinn hleypur af stað í þá
átt, sem neyðarópið kemur úr.
Það hefur tekið okkur langan
tíma að læra af þessari nánu
samlikingu hliöstæðna, líffæra-
kerfi lífverunnar annars vegar
og rafkerfi hins vegar. Það eru
aðeins 10 ár, síðan farið var að
vinna aö því kerfisbundið að fá
líffræðinga til samstarfs við eðl-
isfræðinga, efnafræðdnga, raf-
eindafræðinga, stærðfræðinga og
verkfræðinga i sameiginlegu átaki
til þess að reyna að leysa leynd-
ardóma hins vélræna sviðs líf-
fræðinnar. Fyrsta líftækniþingið
var haldið árið 1960 á vegum flug-
hers Bandaríkjanna. Árið 1961
voru 20.000 liffræðingar að störf-
um i rannsóknarstofum í Banda-
ríkjunum, eða meira en tvöfalt
fleiri en árið 1950. Og slíkir há-
skólar sem Johns Hopkins, Penn-
sylvania og Rochester hafa skipu-
lagt þrjár sérgreinar sem eina
háskólagrein, þ. e. verkfræði, líf-
Ú R V A L
fræði og læknisfræði, og geta
nemendur lokið þar háskóla-
prófi i þessari sérstöku grein.
Líftæknifræðingur getur auð-
vitað líkt eftir mörgu í ríki nátt-
úrunnar án þess að leita hjálpar
rafeindafræðinnar. Flugvéla-
vængirnir, sem Cessna-verksmiðj-
urnar tóku til að framleiða árið
1960 og veita litlum flugvélum
alveg sérstakan stöðugleika, voru
t. d. eftirlíking á vængbroddum
svifandi sjávarfugla. Gervitálkn,
sem munu vinna súrefni úr vatni
og gefa frá sér carbon-dioxide-
úrgangsefni, likt og fisktálkn
gera, er nú í smíðum. Bandaríski
flotinn er nú að athuga tæki þetta
með hugsanlega notkun þess á
kafbátum fyrir augum. U. S. Rub-
ber Co. hefur nú einnig með
höndum tilraunir með þjála
„gúmihúsið“ fyrir skips- og kaf-
bátaskrokka. Eru þær einnig
gerðar fyrir bandaríska flotann.
Er þar líkt eftir höfrungnum i
því augnamiði að losna við allt
að 90% af núningsmótstöðunni.
Rafeindaaugu.
Stórkostlegustu framfarir á
sviði líftækninnar munu vafa-
laust verða rafeindalegs eðlis.
Airborne Instruments Laboratory
(rannsóknastofa flugtækja) hef-
ur þegar framleitt „auga“, sem
getur skimað í gegnum smásjá
og greint krabbameinsfrumur frá