Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 55
HÁloftnrnnnsólutir
reibistjflrnn
Vísindamenn vinna nú að undirbúningi nýrra at-
hugana á reiJcistjörnunum. Munu þær fara fram
með hjálp stjörnusjónauka, sem svífa t flugbelgj-
um í 80.000 feta Jiæð.
SNEMMA á þessu ári
vonast bandarískir vís-
djfHSre indamenn til þess aS
geta sko'ðað reikistjörn-
urnar (pláneturnar) nánar en
nokkru sinni hefur áður tekizt.
Munu þeir i'ramkvœma athuganir
í himingeimnum með hjálp
endurvarpssjóþauka, hangandi
neðan úr loftbelgjum í 80.000
feta hæð. Munu stjörnusjónauk-
arnir draga allt til Marz. Til-
raun þessi er kölluð Stratoscope
II (Háloftaathugun II.), og mun
hún verða fyrsta tilraunin til
þess að fá úr því skorið, hvort
líf fyrirfinnst á Marz og til
þess að útvega nánari upp-
lýsingar um hinar reikistjörn-
urnar, fastastjörnurnar, stjörnu-
þokurnar og sólkerfin.
Stjörnufræðingar, sem athuga
heimingeiminn með tækjum á
jörðu niðri, fá fremur óskýra
mynd, vegna þess hversu gufu-
hvolfið er þétt i sér. En með
því að senda stjörnusjónauka
upp yfir meginhluta þessa gufu-
hvolfs, vonast þeir til þess, að
myndirnar verði mjög skýrar.
Sumar fastastjarnanna ættu þá
t.d, að sjást svo skýrt i fyrsta
skipti, að unnt muni að greina
lögun þeirra, en ekki einungis
ljósdepil. Stjörnusjónaukinn,
sem notaður verður i Strato-
scope II tilrauninni, kostar 3—
3,5 milljónir dollara. í honum
er sjónspegill, sem álitinn er
vera sá stærsti og nákvæmasti
sem nokkru sinni hefur verið
settur i slikan sjónauka. Spegil-
Science Horizons —
71