Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 68
84
ÚR VAL
á nótt, en altir menn þurfa
minnst 7—8 stunda svefn, til
þess að lífsþróttur, lífsgleði og
hreysti sé í fullkomnu lagi.
Missi maðurinn einnar til
tveggja klukkustunda nætur,
svefn, vinnur hann það ekki aft-
ur upp til fulls fyrr en eftir
tveggja nátta 8—9 stunda svefn.
Fari íþróttamaður í hámarks-
þjálfun á fyllirí eitt kvöld, nær
hann ekki fyrri getu sinni fyrr
en eftir hálfsmánaðar reglusamt
líferni með fullum nætursvefni.
Til eru tæki hér í bæ, sem Bene-
dikt Jakobsson iþróttakennari
hefur með höndum, sem sýna
þetta með algerlega öruggum
mælingaaðferðum. Nærri má
geta, að þeir sem lakar eru
þjálfaðir en íþróttakapparnir,
þurfa enn lengri tíma til þess
að ná sér til fulls. Drekki menn
sig fulla aftur og aftur, ná þeir
sér aldrei til fulls, þeir eldast
fyrir aldur fram, líffæri þeirra
og líkami verða veikbyggðari
og heilarýrnun á sér stað, þvi
að ó þeirri akrein áfengisins,
sem stefnir í flótta og uppreisn
frá lífinu til dauðans, fara fleiri
heilafrumur forgörðum en ella
myndi. Sá skaði er óbætanleg-
ur, því að þær endurnýjast
aldrei aftur. Viðnámsþróttur
likamans minnkar þá einnig
stórum gegn hvers konar sjúk-
dómum, sem geta þá orðið bráð-
drepandi, þótt litt væru þeir
hættulegir sæmilega heilbrigð-
um mönnum. Takist hins vegar
drykkjumanninum að rjúfa vita-
hring áfengisneyzlunnar, styrk-
ist varnarkrafturinn von bráðar
aftur og geta menn náð sér
sæmilega á strik eftir 2—3 ár,
þótt aldrei verði þeir fyllilega
jafngóðir aftur. Hófdrykkjumað-
urinn hlýtur sjaldnar varanlegt
tjón, en sum liftryggingafélög
telja, að hófdrykkja stytti lif
manna að minnsta kosti um 1—
3 ár að meðaltali. Stafar það af
talsvert aukinni slysahættu,
einkum í sambandi við bifreið-
ar, flugvélar og önnur farartæki.
Bezt er því að neyta aldrei á-
fengis, en slíkt bindindi er
ávöxtur andans og ávextir hans
eru varanlegri og affarasælli en
flest önnur lífsgæði.
Hrossaprangarar fyrr á tím-
um gáfu oft húðarjálkum og leti-
bykkjum brennivin, til þess að
þeir yrðu fjörugri á hrossa-
markaði og kaupendur glæptust
fremur til þess að kaupa þá.
Hraustir og lífsglaðir menn
þurfa enga sýndarbrjóstbirtu á
mannamótum til þess að þeir
geti komið vel fram og skemmt
bæði sér og öðrum, og því síður
er hennar þörf, þegar gengið er
til starfa, baráttu og samstarfs
hins daglega lífs. —
Esra Pétursson.