Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 42
58
ÚR VAL
ur hæðótt. ViS áttum að mæla
hæðartoppa og aðra staði og
samræma slíkar mælingar. Var-
gas var sérfræðingur i frum-
skógaferðalögum, og Indíáninn
gat borið meiri birgðir en tveir
meðalmenn. A1 var sérfræðing'-
ur í öllu, er laut að hættum
frumskógarins og vörnum gegn
þeim. Hann kunni kynstur af
sögum úr frumskóginum. Ég,
sem vor foringi leiðangursins,
var verkfræðingur.
Við áttum að fá launauppbót
fyrir • að setja okkur í hættu
gagnvart hitabeltissjúkdómum
og alls kyns dýrum frumskógar-
ins, þar á meðal slöngum. Og
ekki má gleyma ofsahita frum-
skógarins. Fyrstu fjórar vikurn-
ar hafði ríkt sátt og samlyndi á
meðal okkar fjögurra, en eftir
þvi sem þessi ofsahiti dró úr
okkur allan lífsþrótt, urðum við
skapstirðari. Upp hófust alls
kyns þrætur, og jafnvel hafði
komið til handalögmála. Húð-
sjúkdómar tóku að þjá okkur,
og svo fengum við mýraköldu.
Urðum við afllitlir í hnjánum
og skulfum öðru hvoru. Að' sið-
ustu yrtum við vart hver á ann-
an nema sem urrandi hundar.
Við borðuðum og veiddum hver
úa af fyrir sig, og taugar okkar
voru i slíku uppnámi, að við
skutum jafnvel á skordýr. Það
var aðeins samið vopnahlé, þeg-
ar við skriðum í svefnpokana.
Næsta kvöld átti ég að setja
mig í þráðlaust samband við
aðalstöðvar landmælinganna, en
þær væru í bænum Balboa. Ég
var vanur að byrja á því að
segja: „Það er allt í lagi,“ og
síðan gaf ég fyrirskipanir um,
að flugvél þeirra varpaði birgð-
um til okkar i fallhlíf, en slíkt
átti að gerast hálfsmánaðar-
lega. En nú ætlaði ég að biðja
um, að þyrilvængja yrði send
á vettvang til þess að flytja okk-
ur til Balboa, svo að við gætum
slitið samverunni og lagzt þar í
sjúkrahús, áður en hatursfull
orð eða augnatillit yrðu til þess,
að morð yrði framið.
Loks voru þeir Vargas og Indí-
áninn teknir til við að útbúa
morgunverð, þegar ég þrammaði
reiður til Als til þess að vekja
hann. Ég hrópaði á hann, þegar
ég var kominn hálfa leiðina að
svefnpokanum. Hann hreyfði sig
ekki. Ég öskraði hærra. Svo þeg-
ar ég var kominn næstum alveg
að honum, sá ég, að hann rang-
hvolfdi augunum tryllingslega.
Andlit hans var fölt sem dauð-
inn.
Ég snarstanzaði. Ég fann, að
A1 var að vara mig við með
augnaráði sínu. Síðan tóku var-
ir hans að hreyfast. Ég skreið
nær og heyrði hann hvísla
draugalega: „Slanga!“ Augu min