Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 159
175
Daginn eftir að John Glenn fór
þrjár hringferðir umhverfis jörð-
ina, fór ég til slátrarans. Ég sá,
að hann hafði nú sett spjald hjá
hamborgurunum, og á því stóð
„Geimfarasteik".
„Hvað á þetta að merkja?"
spurði ég.
Afgreiðslumaðurinn gaf mér það
svar, sem ég hefði átt að búast
við: „Af því að þetta er engu líkt
á jörðu hér.“
Konan við hlið mér stundi og
sagði síðan: „Ætli það sé ekki
heldur vegna þess, að þetta er
þriðja umferð hamborgaranna."
Betty Monjeau.
Skilgreining á barnapiu: Ungl-
ingur, sem hegðar sér eins og full-
orðin manneskja, á meðan full-
orðna fólkið er úti að hegða sér
sem unglingar.
Skilgreining á varkárni: Þegar
þú ert alveg viss um að þú hafir
rétt fyrir þér, en spyrð samt eigin-
konu þína svona til öryggis.
Við eigum bágt með að trúa því,
að hugsanir annarra séu eins
heimskulegar og okkar eigin hugs-
anir, en það er mjög liklegt, að
svo sé.
James Harvey Robinson.
„Ég fór til læknisins í morgun,
og hann ráðlagði mér loftslags-
breytingu," sagði eiginkonan við
mann sinn.
„Það er alveg prýðilegt," svaraði
eiginmaðurinn. „Samkvæmt veður-
spánni kemur hún einmitt á
morgun."
Blaðamaður spurði eitt sinn
Lionel Barrymore, hvort honum
þætti enn þá eins skemmtilegt að
leika og áður fyrr. Gamli maður-
inn hnussaði og sagði: „Sonur
sæll, ég er 75 ára gamall. Ekkert
er eins skemmtilegt og áður fyrr.“
Georg Bernard Shaw var að
sýna gesti einum brjóstmynd af
sér, en hana hafði Rodin gert fyr-
ir löngu. „Það er eitt skrýtið við
þessa brjóstmynd," sagði öldung-
urinn. „Hún yngist með hverjum
deginum.
Eitt sinn kom Bólu-Hjálmar úr
kaupstað og teymdi reiðingshest
klyfjalausan, af því að kaupmenn
vildu ekki lána honum matbjörg
vegna skulda. Á leiðinni mætti
honum sveitungi hans, sem sagði:
Létt er á klárnum þínum núna,
Hjálmar minn.
Nei, sagði Hjálmar, það eru
drápsklyfjar; loforð öðrum megin
og svik hinum megin.
(Frjáls þjóð).