Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 17
FORELDRARNIR OG KYNFRÆÐSLA ...
33
að eigna henni dásamlega eigin-
leika (sem kann síðar að vera
erfitt í'yrir hana að sýna).
Æðsta ósk hans er að veita henni
ánægju, gera henni til hæfis,
að sýna dugnað í námi eða starfi
hennar vegna, að vernda hana
og gefa henni gjafir. Þegar hann
þroskast meira, beinist líkam-
leg þrá hans jafnvel að þvi að
fullnægja henni kynferðislega:
hann finnur eingöngu til hinnar
algeru fullnægingar, þegar hún
nýtur einnig fullnægingarinnar.
Allt þetta sýnir, að laðist all-
sæmilegur piltur að stúlku, er
hann reiðubúinn að tjá henni
jafnmarga þætti ástarkenndar-
innar og með honum búa. Það
er hennar að sýna, hvers hún
óskar af honum. En vandamálið
er fólgið í því, að líkamleg þrá
piltsins er svo sterk, að hann
mun vilja tjá hana, skömmu
eftir að hann finnur stúlku
þessa. Hafi hann kjark og áræði
til að bera, mun hann að öllum
líkindum reyna að tjá þessa
löngun sína. Leyfi stúlkan inni-
leika blíðuhótanna að vaxa í
rikara mæli en raunveruleg ást
þeirra hvors til annars gerir,
verður slíkt svo æsandi, að
blíðuatlotin verða aðalinntak
stefnumóta þeirra. Þetta verður
til þess að hindra, að raunveru-
leg ást þeirra hvors til annars
og gagnkvæm virðing fái að
vaxa og þroskast. Piltar og
stúlkur, sem búa yfir ábyrgðar-
kennd, gera sér grein fyrir þessu
og reyna að hafa hemil á líkam-
legum girndum sínum. En venju-
lega tekst stúlkunum það betur.
Fæstar stúlkur búa yfir eins
ákafri og þrálátri líkamlegri
girnd og piltar. Líkamleg við-
brögð þeirra á þessu sviði eru
tiltölulega óvirk, likt og í dvala,
þar til ásókn piltsins vekur þau.
Þetta ber ekki að skilja á þá
leið, að stúlkur hafi ekki
vakandi áhuga á piltum. Þær
hugsa um pilta og tala saman
um þá tímunum saman, flokka
þá og meta hvern fyrir sig, og
byggist mat það að nokkru leyti
á því, hvort þeir séu aðlaðandi
i útliti eða ekki, en þetta mat
einkennist öðrum þræði af raun-
sæi og byggist á því, hvort þær
áliti piltinn muni líklegan tii
þess að reynast æskilegur ævi-
félagi.
Samt er það nauðsynlegt, að
að stúlkan geri sér grein fyrir
því snemma á gelgjuskeiðinu,
að með henni búi einnig sterk
líkamleg þrá. Sé hún ein sam-
vistum við aðlaðandi pilt tim-
unum saman, ef til vill í langan
tíma, vikur eða mánuði, mun
þrá þeirra eftir nánari líkam-
legri kynnum stöðugt vaxa, ef
um venjulega, eðlilega unglinga
er að ræða. Og verði slik kynni