Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 156
172
fimm, segja núna, að það hafi
ekki verið rétt af þeim að drepa
þá. En þeir segja, að þetta hafi
bara verið mistök. Aucarnir voru
að reyna að vernda sínar eigin
lífsvenjur — frelsi sitt. Þeir
héldu, að útlendingarnir væru
ógnun við það' frelsi. Þeir höfðu
rétt til þess að drepa þá, sam-
(kvæmt eigin mati. Þeir héldu, að
þeir hefðu verið að vinna göf-
ugt verk.
Auearnir . . . ættingjar mínir.
Frumskógur Amazonsvæðisins
er þekktur sem „Græna vítið“, en
stundum fannst mér hann raun-
veruleg Paradís. Ég hreifst af
risatrjánum, hinum fíngerða
vafningsviði, burknunum og
blómunum, tærum ánum, fugl-
unum í hinum dýrlegu litum. Ég
kunni ekki við að búa í veggja-
lausu húsi, en var harðánægð
yfir því, hversu heimilisstörfin
voru auðveld viðureignar. Ég
saknaði þess að geta ekki rætt
við fólk á eigin máli, en ég var
algerlega töfruð af leyndardóm-
um hins nýja tungumáls míns.
Mig langaði til þess að fara í
sparikjól og hælaháa skó öðru
hverju, en ég kunni dásamlega
vel við mig í Quichuapilsinu mínu
og blússunni. Mér fannst dýrlegt
að mega ganga berfætt. Óþæg-
indin voru að visu marks konar,
en alltaf var hægt að finna ein-
ÚR VAL
hverja uppbót, ef vel var leitað.
Þegar fór að líða að brottför
okkar úr Aucalandi, reyndi ég
að skyggnast enn dýpra í sál
þessa fólks, sem ég hafði kallað
villimenn. Þeir virtust á einhvern
hátt ódauðlegir í nekt sinni. Þeir
töluðu saman lágum rómi, líkt
og Indíánar gera, hlógu barna-
lega að smáu sem stóru, höfðu
lifandi áhuga fyrir öllu, sem i
kringum þá gerðist. Þeir vorn
fögur mótsetning við glæsibún-
inga, háværar raddir, meinlega
fyndni og veraldarhyggju þeirra,
sem bjuggu við hina svokölluðu
siðmenningu nútímans. En stund-
um þrúgaðist sál mín reyndar af
grófleika þeirra, takmörkuðum
áhugaefnum, miskunnarleysi og
andlegri fátækt.
Þeir frumstæðu Indíánar, sem
ég hafði hingað til dvalið hjá,
höfðu þekkt hvíta manninn og
háttu hans og höfðu að minnsta
kosti að vissu marki beygt sig
fyrir „yfirburðum“ hans. En sú
hugmynd var Aucunum fjarri.
Þeir höfðu ekki neina ástæðri til
þess að álita hvítu mennina
standa sér framar, og sjálfsagt
hafa þeir sínar ástæður til þess
að álíta okkur standa þeim að
baki á ýmsan hátt. En þeir
virtust þó taka okkur sem jafn-
ingjum. Þetta var það, sem ég
hafði haldið, að ég óskaði eftir.
En svo gerðist atvik nokkurt einn