Úrval - 01.06.1971, Side 101

Úrval - 01.06.1971, Side 101
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 99 svo kastaði einhver bjórflösku í bifreið, sem var ekið fram hjá, og braut bakrúðuna. Á örskömmum tíma hafði akbrautin fyllzt af ungu fólki. Og þegar það sá stóra vöru- bifreið koma eftir Vatnsstræti, krækti það saman handleggjunum og myndaði varnarvegg gegn henni, svo að bílstjórinn varð að stanza. Rusltunnur voru tæmdar úti á miðri götu og kveikt í ruslinu. Kveikt var í litlum verkfæraskúr í þvergötu út frá Vatnsstræti, og varð úr þessu talsvert bál. Gerði það sitt til þess að auka á ringul- reiðina, sem hafði nú skapazt. Á þessu óheppilega augnabliki kom roskinn maður akandi í göml- um fólksbíl eftir Vatnsstræti ásamt konu sinni. Stúdentarnir stöðvuðu bílinn og Sögðu, að bezt væri fyrir þau að halda ekki lengra, heldur snúa við. Maðurinn neitaði að gera það og ók bílnum löturhægt áfram, svo að hann ýtti þannig lítillega við einum stúdentinum. ,,Hvern andskotann ertu að gera, mannfjandi"? hrópaði stúdent nokkur. Svo byrjuðu stúdentarnir að vagga bílnum fram og aftur. Þeir brutu rúðurnar í honum, en gamli maðurinn hélt samt hægt áfram í gegnum mannfjöldann. Yfir bílinn rigndi bjórflöskum, sem skoppuðu af þakinu. Bob De Fluiter hafði verið svo forsjáll að skrifa hjá sér það, sem gerðist þessa nótt. Klukkan 11.27 hringdi hann til lögreglustöðvar- innar og skýrði frá því, að hópur- inn á götunni væri orðinn helzt til uppvöðslusamur. Hann hafði þegar beðið um, að allir þeir lögreglu- þjónar, sem hægt væri með nokkru móti að vera án annars staðar, yrðu sendir til Nyrðra-Vatnsstrætis. En engir þeirra voru samt enn komn- ir á vettvang. Klukkan 11.41 gaf varðstjórinn á lögreglustöðinni loks „merki 25“, sem var skipun um, að allir lögregluþjónar, sem væru ekki á vakt, skyldu koma til lögreglu- stöðvarinnar án tafar. De Fluiter sá lögreglubíl beygja langt í burtu og að ljós hans „blikkuðu“ síðan nokkrum sinnum, en það var merki um, að hann ætti að fara upp í bíl- inn og fara á vakt tafarlaust. Öku- maðurinn sagði við hann: „Við vor- um að hringja í bæjarstjórann. Hann er á leiðinni“. Bæjarstjórinn í Kent heitir Le- Roy Satrom. Það er hár og grann- vaxinn maður með lága, viðfelldna rödd. Hann er af norskum ættum. Fyrr um kvöldið hafði hann ekið norður til bæjarins Aurora, þar sem helztu stjórnmálaleiðtogar Portage- hrepps ætluðu að koma saman til þess að halda upp á Löggjafardag Ohiofylkis. Satrom, sem er demó- krati, hafði verið kosinn bæjar- stjóri í nóvember árið áður og hafði því gegnt bæjarstjórastarfi í aðeins fjóra mánuði. En honum varð oft hugsað til óeirða þessa dagana. Thomas sonur hans, sem var á 3ja ári í læknadeild Ohiofylkisháskól- ans í Columbus, hafði komið heim daginn áður vegna götubardaga í Columbus. Thomas hafði horft á stúdenta berjast þar við lögregluna og hafði lent í táragasárás í einu klúbbhúsi skólans. „Það var alveg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.