Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 65
Hvaða eiginleika og færni þurfa góðir háskólakennarar að hafa? einkennir góða háskólakennara og þeim eiginleikum og færni sem þeir þurfa að hafa. Anderson o.fl. (2009) telja að mikilvægt sé að skilja alla ferlana í framangreindum sex þáttum ef við viljum efla gæði í há- skólum. Þau halda því jafnframt fram að ef efla á gæði í háskólum þurfi allir sem að málinu koma þar að vera sér meðvitaðir um hvemig efla megi nám háskólanema á sem árangursríkastan hátt. Þau halda því fram að slíka meðvitund sé hægt að þróa, t.d. með fræðslu fyrir kennara, með því að umbuna fyrir gæði háskólakennslu og með því að efla umræðu um nám og kennslu. Kenninguna sem kynnt er í þess- ari grein er hægt að nota sem grunn fyrir slíkar samræður. Áður en kenningin er kynnt er rétt að fjalla lítillega um það hvað átt er við með hugtakinu gæði og þá sér- staklega hvað gæði sem umbreyting (e. qua- lity as transformation) merkir. Þá verða kynntar ýmsar hugmyndir sem mynda grunninn að kenningarsmíðinni því hún er meðal annars byggð á þeim þekkingar- grunni sem fyrir er. Nýjungin í greininni er fyrst og fremst fólgin í því að draga saman í eina heild, í eina kenningu, atriði úr mörgum rannsóknum og fræðilegum skrifum sem talin eru einkenna góða kenn- ara og það hvaða eiginleika og færni há- skólakennarar þurfa að hafa til að teljast góðir. Fyrst skulum við þó skoða hvað eru gæði í háskólum. Hvað eru gæði iháskólum? Jón Torfi Jónasson og Gyða Jóhannsdóttir ítreka mikilvægi háskóla fyrir samfélagið og að því sé áríðandi að kennsla og nám sé svo gott sem það á hverjum tíma getur mögulega orðið. Þau benda þó jafnframt á að hægt sé að skilgreina gæði út frá mörgum sjónarhornum og það sé ekki einfalt (Jónasson og Jóhannsdóttir, 2008). Það er þannig erfitt að skilgreina gæði því það er margslungið og flókið hugtak (Andersson o.fl., 2009). í athyglisverðri grein Gvaramadze (2008), „From quality assurance to quality enhancement in the European Higher Education area", heldur hann því fram að það sem átt er við þegar talað er um gæði í háskólum sé stöðugtferli sem byggist ágildum, innri ferlutn og árangri. Hann dregur fram tvö meginhugtök í þessu samhengi, gæði sem umbreytingu (e. quality as transformation), ferli sem snýst um að umbreyta háskólanemum og gæða- eflingu (e. quality as enhancement), ferli sem felst í því að breyta háskólum til betri vegar. Að efla gæði háskóla felst að hans mati í stóðugri viðleitni til að ná varanlegum árangri, sem er að mati Vlasceanu, Grun- berg og Parlea (2004) meginábyrgð háskóla vegna þess sjálfstæðis og frelsis sem þeir njóta - innan ramma þeirra laga og reglna sem um þá gilda. Háskóli er flókin stofnun (Considine, 2006) og gæðaefling verður fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að auka gæðin og skapa gæðamenningu innan háskólans í samræmi við stefnu og markmið hvers háskóla (Harvey, 2004). í umfjöllunum fræðimanna um gæðastarf og skólaþróun í háskólum er í anda ný- legra kenninga um stofnanabundið nám áhersla á skólann og starfsmannahópinn sem lærdómshóp eða lærdómssamfélag (e. community of praxis) þar sem sam- vinna og samstarf er í brennidepli fremur en hæfileikar eða persónueiginleikar ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.