Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 77

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 77
Hvaða eiginleika og færni þurfa góðir háskólakennarar að hafa? rétt og vel í tilfinningar annarra og þróað með sér getu til að ráða í, vinna úr, skilja og hafa stjórn á tilfinningum (Mayer, Salo- vey og Caruso, 2000, vitnað í af Kristjáni Kristjánssyni, 2006). Þeir þurfa einnig að hafa samskiptafærni og leggja áherslu á tengsl sín við nema. Lundberg og Schrei- ner (2004) fundu út í fyrrnefndri rannsókn að ánægjuleg tengsl við kennara og tíð samskipti við þá, einkum þá kennara sem hvetja nemendur til að leggja sig enn meira fram í náminu, höfðu sterka og jákvæða tölfræðilega fylgni við námsárangur. í kenningunni er lögð áhersla á það að góðir háskólakennarar búi yfir siðferðilegri færni og um leið siðviti og siðgæðum. Með hugtakinu siðgæði (e. moral) vísa ég til þess hugarfars að vilja öðrum og sjálfum sér vel (Kristján Kristjánsson, 2006). Ég er ekki ein um að telja að kennarastarfið hafi siðferðilega vídd. Noddings (1986) telur t.d. að kennsla sé í eðli sínu siðræn athöfn. Hún telur mikilvægt að kennarar og nem- endur vinni saman að sameiginlegu mark- miði, námi nema, og að þau sem koma inn í kennslustofuna verði þátttakendur í þessari siðrænu athöfn. Tarc (2006) telur að sannir kennarar séu þeir sem þora að svara hinu siðræna kalli. Hún er þó þeirrar skoðunar að margir svari kallinu og verði kennarar án þess að átta sig að fullu á þeirri miklu ábyrgð sem starfið felur í sér og geti því ómeðvitað stundað kennslu sem brjóti á nemum. í kenningunni er einnig lögð áhersla á ígrundunar- og sjálfsþróunarfærni góðra há- skólakennara. Boot og Anderberg (2005) hafa ítrekað gildi fgrundunar fyrir kenn- ara sem vilja verða færari og betur með- vitaðir kennarar. Spurningar eins og: kom ég efninu nægilega vel til skila? Náði ég að vekja innri áhugahvöt nemenda og fá þá til að leggja sig fram í náminu? Náði ég nægjanlega góðu sambandi við nemendur? eru allt spurningar sem efla sjálfsígrundun. Margir aðrir hafa rætt um mikilvægi þessa, t.d. Dall'Alba (2005) sem telur að sjálfsmat og gagnrýnin ígrundun á eigin verk og frammistöðu sé líklega eitt besta matið sem háskólakennari geti notað til að bæta eigin kennslu, þ.e. að horfa gagnrýnum en umburðarlyndum augum á eigin styrkleika og veikleika. Hún bendir einnig á að háskólakennarar geti öðlast aukna þekkingu og skilning með því að lesa rannsóknaniðurstöður en einnig í umræðum við kollega og með gagnrýn- inni ígrundun. Þessar mismunandi upp- sprettur þekkingar geti hver með sínum hætti bætt kennslu háskólakennara. Hún telur einnig að þekking okkar verði alltaf hluti af okkur og móti þannig líf okkar og starf. Dall'Alba og Barnacle (2004) telja að sjálfsþróun sé verufræðilegs eðlis (e. ontological) og feli í sér samþættingu þekkingar, virkni og verundar (e. being) og ígrundun sé ein af leiðunum sem nota megi til slíkrar samþættingar. Sókrates leit svo á að leitin að sannleik- anum væri æðsta hlutverk menntunar og þá helst sannleikanum um mannlegt eðli og hið sanna líf, þ.e. líf sem er sannarlega þess virði að því sé lifað. Sönn menntun ætti þar af leiðandi að auka sjálfsskilning nema og gefa þeim stefnufestu og skýrari lffssýn. í sannri menntun tekur kennarinn þátt í leitinni ásamt nemum með þeim hætti að viðurkenna og virða að sjónar- miðin séu mörg en að sannleiksleitin sé sú sama og sé því sammannleg. Hogan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.