Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 89
Gæði og gagnsemi náms í tómstunda- og félagsmálafræði gerð var vorið 2005 meðal nemenda sem brautskráðust frá HA á árunum 1989-2003 hafði það markmið „að draga upp heild- stæða mynd af viðhorfi nemenda til gildis og gagnsemi náms síns við Háskólann á Akureyri" (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2005, bls. 12). Helstu niðurstöður voru þær að brautskráðir nemendur voru almennt ánægðir með nám sitt og hvernig það hafði nýst þeim í starfi og til frekara náms. í skýrslu um rannsóknina kemur fram að alltaf sé þó hægt að gera betur og að há- skólayfirvöld geti nýtt sér niðurstöðurnar við ákvarðanatöku og stefnumótun (Hjör- dís Sigursteinsdóttir, 2005). Þegar leitað var að sambærilegum rann- sóknum á árangri og gæðum náms í tóm- stunda- og félagsmálafræði erlendis varð uppskeran rýr. Ekki fannst nein rannsókn sem beindist eingöngu að hinu almenna námi í tómstunda- og félagsmálafræði en eitthvað er um rannsóknir á deildum inn- an háskóla þar sem tómstunda- og félags- málafræðin er hluti af námsframboði. Má þar nefna rannsókn Horng, Teng og Baum (2009) meðal 430 kennara við námsbrautir í „hospitality, tourism and leisure" við háskóla í Taívan. Einnig báru þeir saman sams konar nám í Taívan og Bretlandi (Teng, Horng og Baum, 2013) og í Taívan og Bandaríkjunum (Horng og Teng, 2011) með sömu aðferð, það er að leitað var til kennara. Ekki fannst nein rannsókn þar sem nemendur voru spurðir. Ekki skal þó fullyrt að slíkar rannsóknir hafi ekki verið gerðar. Þó að ekki hafi fundist rannsóknir meðal nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við háskóla erlendis þá er það að leita eftir sjónarhorni nemenda viðurkennd rann- sóknaraðferð sem hefur verið notuð í yfir 85 ár (O'Neil, 1997). Ýmsir eru andsnúnir slíkum rannsóknum og segja að nemendur séu ekki hæfir til að meta gæði kennslu (Wallace, 1999) á meðan aðrir eru mjög fylgjandi því að leita til nemenda (Murray, 1997; Oldfield og Baron, 2000). Murrey (1997) segir til að mynda að rannsóknir eða kannanir á viðhorfum nemenda hafi leitt til mælanlegra framfara á gæðum kennslu. Þá gerðu Mueller og Skamp (2003) rann- sókn á kennaranámi í Kanada og komust að þeirri niðurstöðu að til að bæta kenn- aramenntun sé nauðsynlegt að hlusta á kennaranema og taka óskir þeirra og við- horf til námsins alvarlega. Liklegt má því telja að slíkar rannsóknir veiti gagnlegar upplýsingar sem hægt sé að nota til að auka gæði og gagnsemi þess náms sem skoðað er. Slíkar upplýsingar henta einkar vel í tilfelli námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði, þar sem þróunin í nám- inu hefur verið sérlega hröð og oft gefist lítill tími til að ígrunda og meta. Fram- undan er vinna við að meta og endurskoða námið og má því segja að nauðsynlegt sé að staldra við, skoða og gagnrýna. í því sambandi er mikilvægt að láta ekki undir höfuð leggjast að leita til nemenda, gaum- gæfa þróun mála yfir lengri tíma og leitast þannig við að læra af reynslunni. Rannsóknarspurningar Tilgangur rannsóknarinnar er að afla upp- lýsinga sem geta leitt til þess að nám í tóm- stunda- og félagsmálafræði við Háskóla íslands verði enn betra. Eins og fram hefur komið er ætlunin að kanna viðhorf braut- skráðra nemenda til námsins og hvert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.