Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 106

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 106
Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (lceland) 11, 2014 104-126 Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Háskóla íslands og Ester Helga Líneyjardóttir, Reykjavíkurborg Þessi grein segir frá eigindlegri rannsókn á samþættingu skóla- og frístundastarfs í Fellaskóla veturinn 2012-2013. Þann vetur hófst þróunarverkefni við skólann sem fólst í samþættingu skóla- og frístundastarfs barna í 1. og 2. bekk og tók skólinn við rekstri frístundaheimilis. Fellaskóli hefur sérstöðu í íslensku skólakerfi því um 70% nemenda búa við annað móðurmál á heimili en íslensku. Meginmarkmið þró- unarverkefnisins í Fellaskóla voru „að auka árangur og skapa nemendum í 1. og 2. bekk Fellaskóla lengri og samfelldari skóladag með því að flétta saman nám og kennslu og frístundastarf" (Tillaga um samþætt skóla- og frístundastarf í Fellaskóla, e.d.). Tilgangur rannsóknarinnar var að afla þekkingar um samþættingu skóla- og frístundastarfs í ljósi kenninga um fjölmenningarlegt skólastarf og gildi félags- og frístundastarfs, ennfremur að afla upplýsinga sem nýttust stjórnendum og starfs- fólki við að þróa og bæta starfshætti. Meginrannsóknarspurningin var: Hvaða lær- dóma má draga af reynslu barna, starfsfólks og foreldra af samþættingu skóla- og frístundastarfsins? Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur, þrjá kennara, fjóra frí- stundaleiðbeinendur og sex börn og haldnir þrír rýnifundir með alls 15 foreldrum. Þrjár meginniðurstöður rannsóknarinnar voru eftirfarandi: i) Samþætting skóla- og frístundastarfsins kom vel út fyrir börn og fjölskyldur í Fellaskóla. Þátttaka allra bamanna í frístundastarfinu sem hluta af skóladeginum efldi tengslamyndun og samfélag barnanna að mati foreldra og starfsfólks. ii) Aukin áhersla á frístundastarf og félagslega þátttöku barna styður aðlögun og samþættingu í anda fjölmenningar- stefnu. iii) Skýra þarf betur hlutverk frístundaleiðbeinenda og veita þeim öflugri faglegan stuðning. Rannsóknin leiðir í ljós að til að styðja fjöltyngda nemendur sé mikilvægt að hugað sé að stuðningi við félagslegt umhverfi þeirra ekki síður en formlegt nám. Rannsóknin er enn fremur mikilvægt framlag til tómstundafræða, og skapar bæði fræðilega og hagnýta þekkingu á störfum frístundaleiðbeinenda í grunnskólum. Lykilorð: fjölmenningarlegt skólastaii, samþætt skóla- og fristundastarf, samstarf Hagnýtt gildi Rannsókn þessi varpar Ijósi á viðhorf barna, startsfólks og foreldra til samþættingar skóla- og frístundastarfs. Hér er bent á mikilvægi þess að styrkja félags- og frístundastarf til að styðja fjölmenningarlegt skólastarf. Greinin á þvi brýnt erindi til stjórnenda og fagfólks sem leiöir skóla- og frí- stundastarf. 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.