Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 108
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir og Ester Helga Líneyjardóttir voru tvíþætt: í fyrsta lagi að efla þátttöku barna í frístundastarfi og þróa nýjar leiðir í samþættingu skóla og frístunda. í öðru lagi að auka ílag (e. input) íslensku í mál- umhverfi barna og vinna með mál og læsi í víðu samhengi (sbr. minnisblað skólans um verkefnið). í þeirri rannsókn sem hér greinir frá var lögð áhersla á mat á fyrra markmiði þróunarverkefnisins, þ.e. á sam- þættingu skóla- og frístundastarfsins og hvernig hún hefði heppnast. Verkefnið fól í sér að börnum úr 1. og 2. bekk var boðið upp á lengri samfelldan skóladag þar sem skóla- og frístundastarf var samþætt yfir daginn. Skólastjórnendur tóku því yfir rekstur frístundaheimilisins Vinafells sem áður var rekið af Frístunda- miðstöðinni Miðbergi. Nemendur fengu 34 kennslustundir á viku í stað 30 stunda áður og með hverjum kennara starfaði stuðningsfulltrúi / frístundaleiðbeinandi. Skóladagur barnanna var frá kl. 8.20 til 15.40 en lauk áður kl. 13.30. Kennarar höfðu umsjón með nemendum til kl. 14.30 á daginn og þá tóku við stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur sem stýrðu frí- stundastarfi til kl. 15.40. Öll börn úr 1. og 2. bekk tóku nú þátt í starfi frístundaheim- ilisins Vinafells í um 70 mín. á dag, milli kl. 14.30 og 15.40 sem hluta skóladagsins. Eftir kl. 15.40 og til kl. 17.15 var boðið upp á áframhaldandi frístundastarf í Vinafelli gegn gjaldi. Skóladagur nemenda úr 3. og 4. bekk var á hinn bóginn með óbreyttu sniði og stóð þeim til boða að sækja frí- stundastarf á vegum Frístundamið- stöðvarinnar Miðbergs sem var í Hraun- heimum. Hér var því um umfangsmiklar breyt- ingar að ræða sem skólastjórnendur töldu mikilvægt að heppnuðust vel. Undirbún- ings- og aðlögunartími verkefnisins var lítill sem enginn, og enn fremur hóf margt nýtt starfsfólk störf við kennslu og stuðn- ing í 1. og 2. bekk haustið 2012. Því er ljóst að starfsfólk skólans tókst á við nýjar áskor- anir og lagði mikla vinnu á sig til að þróa nýjar leiðir og leysa krefjandi verkefni sem fólust í samþættingu skóla- og frístunda- starfsins. í lok fyrsta starfsárs verkefnisins þótti stjórnendum skólans nauðsynlegt að fá utanaðkomandi rannsakendur til þess að meta verkefnið. í framhaldi af því voru rannsakendur fengnir til samstarfs um að vinna mat á samþættingunni vorið 2013. Hafa ber í huga að þróunarverkefninu sem rannsóknin byggist á hefur verið fram- haldið og það er enn í gangi (haustið 2014). Fræðilegur bakgrunnur í þessum kafla er gerð grein fyrir rann- sóknum og kenningum um fjölmenn- ingarlegt skólastarf, um mikilvægi félags- færni og tengslamyndunar og samþætt- ingu skóla- og frístundastarfs. Fjöltnenning og samþætting ólíkrar menningar Fellaskóli starfar eftir fjölmenningarlegri skólastefnu en í slíkri stefnu felst að „allir nemendur - óháð kyni, stétt, menningu, og uppruna - eigi að hafa jöfn tækifæri til að læra í skólanum" (Hanna Ragnars- dóttir, 2007, bls. 32). Hugtökin fjölmenn- ing og fjölbreytileiki eru gildishlaðin orð sem lýsa einkennum samfélags sem er að takast á við margvíslegar brey tingar vegna ólíkrar menningar, þjóðemis og trúar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.