Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 111

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 111
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla Því skiptir máli að rýnt sé í hlutverk starfsfólks sem vinnur með börnum og skoðað með hvaða hætti hægt sé að veita markvissan stuðning við félagsfærni og tengslamyndun. í samþættu skóla- og frí- stundastarfi gefst kostur á að starfsfólk fylgi nemendum allan daginn, líkt og í leikskólastarfi (Lilja Rós Þórleifsdóttir, 2009; Guðrún Finnsdóttir, 2010). Niður- stöður rannsókna hafa sýnt fram á mikil- vægi samfellu í skóla- og frístundastarfi og að það sé börnum til framdráttar að ein- staklingar sem starfa með þeim séu sam- stíga og hafi með sér góða samvinnu um náms- og félagslega stöðu þeirra (Hojholt, 2001). Þannig skapast samfella sem stuðlar að því að börnin þrói jákvæð geðtengsl við fullorðna. Tengsl skóla og frístundastarfs íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur- borgar hefur rekið frístundaheimili við alla grunnskóla í Reykjavík sl. áratug (sjá nánar um sögu frístundaheimila Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, 2009). Rannsókn á stöðu frí- stundaheimila og skóladagvista á íslandi sýnir óljósa stöðu þessarar starfsemi innan skólakerfisins (Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, 2011). Þó er ljóst að frístundaheimili gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og gera foreldrum ungra skólabarna kleift að sinna atvinnu samhliða rekstri heimilis. Nýleg íslensk rannsókn bendir jafnframt til þess að þátt- taka í starfi frístundaheimila geti skipt miklu máli fyrir börn því í slíku starfi gefst þeim kostur á að leika við vini sína, þau fá að njóta tiltekins sjálfræðis og virkja styrk- leika sína, á annan hátt en í skólastarfi (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). Nýjar hugmyndir um læsi byggjast á því að einstaklingur læri ekki aðeins að lesa og skrifa, heldur verði „læs" á menn- ingu og félagsleg gildi (Þórdís Þórðar- dóttir, 2007), geti dregið ályktanir, nýtt sér þekkingu sína og sé fær um að tjá hug- myndir sínar (Hafþór Guðjónsson, 2008). Því er óformlegt nám þar sem börnum gefst kostur á þátttöku á eigin forsendum órofa þáttur í því að efla læsi í víðum skilningi. Óformlegt nám á sér stað utan og innan skólastofnana, er oft ómeðvitað og byggist á reynslu og samspili einstak- lings og umhverfis (Colley, Hodkinson og Malcolm, 2002). Óformleg námsferli fela það í sér að einstaklingum gefist tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhuga, og þeir taki virkan þátt í sköpun eigin þekkingar. Þannig getur aukin áhersla á val og sjálfræði nemenda í skólastarfi eflt óformlegar námsleiðir þeirra og hlutdeild í eigin námi (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). Með því að samþætta formlegt og óform- legt nám opnast möguleikar á að vinna með nýjum hætti að þekkingarsköpun og stuðla að læsi barna á umhverfi sitt, félaga sína og sig sjálf. í Danmörku er algengt að frístundaráðgjafar vinni með tilteknum börnum, eða hópi barna, á skólatíma í húsnæði frístundaheimilis (Stanek, 2012). Þannig er unnt að brjóta upp skóladaginn og efla stuðning við formlegt og óform- legt nám. Því virðast ýmsir möguleikar felast í því að tengja saman skóla- og frí- stundastarf og styðja þannig betur við fjöl- tyngda nemendur, sem og aðra nemendur. Á hinn bóginn getur það verið erfitt að byggja upp menntastofnun sem leitast við að vefa saman þræði formlegs og óform- legs náms. í Svíþjóð og Danmörku er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.